Í rauninni þá ætti ég að hafa með mér litla bók í lestina og skrá niður samferðamenn mína, sem vekja hjá mér sérstaka athygli. Ég hef lent í ýmsu í þessum ferðum mínum; fólk er eins misjafnt og það er margt. Dæmi: Sækóinn sem kemur alltaf inn í Horsens og er alltaf í stuttbuxum, sama hvernig viðrar og með vasadisko, sem keyrir endalaust á sama taktinum; konan sem snappaði á mig þegar ég svaraði í gemsann minn og hélt því fram að það mætti ekki tala í gemsann í almennu farrými í lestinni- ég þurfti að leggja á til að segja henni að ég vissi nákvæmlega allt um þetta og þurfti að leita mér stuðnings hjá öðrum í lestinni, svo mikil voru lætin.......................ég gæti haldið endalaust áfram! En í gær sá ég eitt sem ég hef aldrei séð áður:
STÍFMÁLAÐAN KRAKKA, EKKI ELDRI EN 5 MÁNAÐA..............
það var creepy!
2 Comments:
ó mæ ó mæ...hvað er að!
- maja -
jesus góður....fólk er fífl...ætli krakkinn eigi síðu á barnalandi???...hahahah
árný
Skrifa ummæli
<< Home