laugardagur, október 02, 2004

Einn góður frá Þóri bróður;)

Stúdentar í læknisfræði voru í sinni fyrstu kennslustund í krufningu með alvöru líki. Þeir röðuðu sér saman í kringum skurðarborðið þar sem lík lá undir hvítu laki. Síðan byrjar prófessorinn kennsluna:
"Í læknavísindunum er nauðsynlegt að hafa tvo kosti. Sá fyrri er að maður má ekki láta neitt vekja upp hjá sér viðbjóð."
Hann tók síðan lakið af líkinu, stakk puttanum upp í rassinn á því og saug síðan puttann. "Núna vil ég að þið gerið slíkt hið sama!"
Stúdentarnir fengu áfall, en hikandi byrjuðu þeir að stinga puttanum upp í rassinn á líkinu og sjúga síðan puttann. Þegar allir voru búnir, sagði prófessorinn:
"Seinni kosturinn er athygli. Ég setti löngutöng inn, en saug vísifingur. Fylgjast með, gott fólk..."

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home