Ég ætla aldrei..........
aftur að búa í húsi þar sem að ég deili þvottavél og þurrkara með öðrum íbúum. Lenti í því um daginn að eitthvað fífl var búið að taka mitt dót úr þurrkaranum áður en tíminn minn var búinn og allt var enn rennblautt. Notaði semsagt mína þvottapeninga í að þurrka sitt. Ég þurfti svo að punga út fleiri peningum svo að ég gæti klára að þurrka.
Í gær þegar við vorum svo að fara að ná í þvottinn okkar niður þá blikkaði einhver error boði á vélinni og hún var full af vatni. Við fórum og náðum í húsvörðinn og það eina sem var hægt að gera á þessum tímapunkti var að opna vélina og það flæddi auðvitað út um allt. Ekki nóg með það þá var þvotturinn okkar allur út í einhverju bleiku kuski. Við skildum nú ekkert í því, enda ekki mikið bleikt til á okkar heimili. Nema hvað, þá opnum við ruslafötuna og sjáum að hún er full af einhverju bleiku rusli. Þá hafði einhver verið að þvo eitthvað sem virðist hafa leyst upp í vélinni, og bara tekið úr vélinni það mesta og svo forðað sér. Þetta bleika drasl stíflaði semsagt vélina.
Ég ákvað að senda Helga og Vallý sms og tékka hvort þetta hefðu nokkuð verið þau áður en ég talaði við húsvörðinn aftur;) Ekki vera að rífa mig yfir einhverju og vera svo boðuð á sáttafund hjá húsverðinum og þau myndu vera þar...............hehehhehe!
Við erum búin að reyna að þvo þetta allt aftur og þurrka, en það er ekki hægt að ná þessu bleika úr, sérstaklega úr handklæðunum og rúmfötunum................spurning hvað húsvörðurinn gerir í málinu!!
1 Comments:
Hehe... það koma greinilega alltaf upp vandamál í sameiginlegu þvottahúsi ;)
Kristín
Skrifa ummæli
<< Home