fimmtudagur, október 07, 2004

Megrun:/

Var að rúlla í gegnum Fréttablaðið á netinu. Þar var heilsíðuauglýsing um Hollywood kúrinn; drekka einhvern djús í 2 daga og léttast um 3-3.5 kíló, eða hvað það var. Ekki skrítið að maður léttist ef maður borðar ekkert í 2 daga og drekkur bara einhvern djús......hehe!

Mikið er ég orðin þreytt á endalausu umtali um megrun........kemur varla út tímarit án þess að einhver er framan á með reynslusögu um að hafa misst einhver kíló. Og auglýsingar um einhverja kúra sem eiga sko pottþétt að virka. Auðvitað skiljanlegt þegar fólk hefur sleppt sér í átinu í nokkur ár kannski.........

Gleymi því samt aldrei þegar ég var stödd í barnaafmæli þegar ég var svona 10 ára og Bubbi Morthens sagði við mig, systur mína og frænkur mínar á sama aldri:

"Eruð þið ekkert að passha línurnar shtelpur"
- eða eitthvað álíka. Við bara what!! Vissum varla hvað maðurinn var að tala um og fengum okkur meira að borða. 10 ára stelpa í dag hefði tekið þetta nærri sér, pottþétt!!

Tilgangur lífsins er ekki að vera í megrun.Allt er best í hófi!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þessi hollywood kúr er náttúrulega bara brandari, og það besta er að brúsinn kostar þrjúþúsundkall!! held maður geti alveg eins drukkið brazza í tvo daga og misst kíló. En annars alveg sammála með alla þessa kúra sem eru í gangi, þetta er bara rugl. Langar mikið að sjá vodkakúrinn með Helgu Brögu og Steini Ármann, það er gamanleikrit um megrunarkúra, hehehe

5:23 e.h.  
Blogger herborg said...

Geri fastlega ráð fyrir að þetta sér Maja:)

Já, ég er til í að sjá Vodkakúrinn........kannski dembum okkur um jólin!

5:51 e.h.  
Blogger Gagga Guðmunds said...

Hipp Húrra fyrir því!!!

1:29 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home