sunnudagur, febrúar 20, 2005

Jæja, þá er Pétur að fara heim eftir skemmtilega heimsókn. Við erum búin að gera ýmislegt með honum. Í gær vorum við á Strikinu í búðum, fengum okkur kaffi á Roberto´s og svo smurbrauð á nýjum stað sem heitir Danish lunch, held ég:) Fórum svo heim og elduðum svínalundir í rjóma-sítrónu-steinselju-estragon sósu og höfðum salat og hrísgrjón með. Á eftir fengum við okkur ís með heimagerðri marssósu og blönduðum berjum. Eftir mat skelltum við okkur á Spanglish með Adam Sandler. Ég mæli með henni:)

Núna á bara að taka á því í skólanum, enda hefur lítið verið gert í þeim efnum seinustu daga:)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home