mánudagur, febrúar 21, 2005

Sjaldan langað jafn mikið í bíl!!!

Þurfti að fara niður í Arkitektaskóla í KBH að kaupa mér efni í módel. Til þess að komast þangað frá okkur er best að taka 2 strætóa. Nema hvað, fyrri strætóinn var svona 5 mínútum of seinn, og lét ég það lítð farið í taugarnar á mér. Ég fór út á Knippelsbro og sá að ég þyrfti að bíða eftir næsta strætó í 5 mínútur. Allt í lagi. Ég ennþá róleg á því.......nema hvað að sá vagn kom aldrei og vagninn sem átti að koma 10 mínútum seinna ákvað að keyra framhjá mér. Ég hélt ég yrði ekki eldri......eftir stóð ég í kuldanum og þurfti að bíða í 10 mínútur til viðbótar. Komst loks á áfangastað og keypti það sem mig vantaði. Og þá var það ferðin heim. Ég beið í 5 mínútur eftir strætóinum út á Knippelsbro. Þegar strætóinn var á ljósunum rétt áður en ég átti að fara út sé ég vagninn minn (sem ég átti að skipta í) bruna framhjá........Ég neyddist því til að hoppa niður í Metro og svo í S-lest til að komast heim aftur á sama miðanum. Fór á útrunnum miða síðasta spottann. Ef að það hefði komið lestarvörður og spurt mig um miða þá hefði ég trompast. En sem betur kom enginn og tékkaði:)

Það að hrósa almenningssamgöngum í Danmörku er kannski algjör vitleysa. Lestarnar og Metro eru fínar, en strætóar eru sennilega jafn vonlausir allsstaðar.

Mig langar í bíl!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home