Var í Árósum í gær og það var fínt. Alltaf notalegt að koma þangað. Hitti kennarann og verkfræðing og það gekk fínt.
Oft þegar ég kem á teiknisalinn þá sakna ég þess að sitja ekki með krökkunum þar. Þó geta Danir oft verið dramatískir og fyndnir, og eyða til dæmis frekar tíma í það að ræða um hversu lítill tími sé eftir af verkefninu í stað þess að nýta þó allavega þann tíma sem er eftir af viti.
En á teiknisalnum er líka fólk frá öðrum löndum. Það er m.a. einn Ítali. Eitt það fyrsta sem ég sá þegar ég kom á teiknisalinn var svaka expressovél. Hann er semsagt mættur með vélina og hann gerði ekki annað í gær en að spyrja hvort okkur langaði í kaffi. Maður gat bara pantað hjá honum og hann flóaði mjólk hægri - vinstri - snú.
Ekki mikið stress á honum..........;)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home