laugardagur, september 21, 2002

Það er laugardagsmorgun og klukkan er að verða hálf ellefu og ég er löngu vöknuð, ekki vani hjá mér. Ástæðan fyrir því að ég tek daginn snemma í dag er að ég ætla að fara upp í City Vest(hálfgerður Glæsibær er samt stærsta "Moll" á Jótlandi) þar sem Signe vinkona mín er að vinna. Við ætlum að fara í matarpásunni hennar á barinn að horfa á kærastann hennar keppa á heimsmeistaramótinu í róðri. Ef þið fyrir einhverja tilviljun ætlið að horfa á þetta þá er hann næstfremstur í sínum bát og er vinstra megin, minnir mig. Annars hef ég kannski ekkert sérstakan áhuga á róðri, ætla bara að fara að horfa á þetta með henni svo að hún þurfi ekki að horfa á þetta ein með einhverjum hverfisbyttum. Tinna ætlar líka að koma með mér enda erum við að fara strax á eftir að horfa á Heklu spila við Smölf eða eitthvað álíka. Stefnum á að ná allavega lokamínútunum í þeim leik, í seinustu skipti höfum vð komið þegar leikurinn var búinn...Svo er bara frí á dagskránni þangað til í kvöld þar sem Raggi ætlar að halda upp á afmælið sitt, verður eflaust mikið stuð þar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home