Ekki búin að láta heyra í mér seinustu daga vegna anna í skólanum:) Svo sem ekki mikið að frétta héðan annars, nema það að við erum að fara i hangikjöt með öllu tilheyrandi hjá Tinnu og Arnari í kvöld. Það verður algjört æði og kemur manni ábyggilega í mikið jólastuð. Tinna er búin að hamast við að búa til jólakrans og kaupa seríur í gluggana og er ábyggilega að sjóða hangikjötið núna með Pottþétt jól í botni!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home