Kíkti á skólabarinn í skólanum hjá Bjössa í gær, var komin þangað að ganga 6. Bjössi og Ash voru hinsvegar búnir að vera þar síðan í hádeginu. Við sátum þar í svolítinn tíma en ákváðum svo að ná í kínverskan mat og halda áfram að sötra heima. Sabina kíkti svo til okkar og líka Arnar og Raggi. Það var bara mjög gaman. Ash og Sabina fóru svo í bæinn um eittleytið, en við ákváðum að draga okkur í hlé. Við vöknuðum svo ekkert alltof seint í morgun og röltum niður í bæ aðeins og fórum svo bæði í skólann. Í kvöld er það svo afmæli hjá Halla þar sem allir eiga að koma með hatta og það verða veitt verðlaun fyrir besta hattinn. Ég stefni að sjálfsögðu á sigur í kvöld!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home