Var að horfa á heimildarþátt um danska karlmenn sem fóru til Tælands til að kaupa sér konu, alveg sorglegt dæmi!! Þau skildu ekki hvort annað og voru eitthvað að segja að þau elskuðu hvort annað....þetta var alveg fáránlegur þáttur. Einn þeirra var nú bara að ná sér í einhverja kerlingu til þess að þrífa fyrir sig, var eitthvað að segja að það væri svo mikið drasl heima hjá sér og hann hlakkaði til þess að hún kæmi og myndi koma röð og reglu á heimilið. Annar var með einhverjar grettur þegar hann var að borða mat sem hún hefði eldað fyrir þau, sagði að honum fyndist maturinn sem hún eldaði ekkert spes - skemmtilegur gaur, segja það bara í sjónvarpinu!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home