laugardagur, febrúar 08, 2003

Mætt aftur til Danmerkur!! Ferðin var fín, stíf dagskrá og stuð. Á heimleiðinni var kippt með ýmsu góðgæti í landamærabúðinni, sannkölluð reyfarakaup þar!!! Annars var dagurinn í dag frekar afslappaður, við kíktum aðeins í bæinn og svona. Vorum að borða rosagóðan mat, svínalundir í rjóma-estragon-steinselju-sítrónu sósu - namminamm!!!! Ætlum að kíkja niður til Ragga en Bjarni og Davíð eru einmitt þar í heimsókn. Aldrei að vita hvernig kvöldið í kvöld endar....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home