fimmtudagur, janúar 23, 2003

Ég hef aldrei fílað mig sem útlending hérna í Danmörku. Alltaf liðið mjög vel og bara eins og heimamanni. Þangað til ég byrjaði á þessum blessaða janúarkúrsi sem ég er á núna. Þannig er mál með vexti að ég er að vinna með einum öðrum Íslendingi í verkefni og alltaf þegar kennarinn (takk fyrir ábendinguna Maja) kemur að tala við okkur þá er hún alltaf eitthvað að leiðrétta okkur, segja að maður ætti kannski frekar að segja eitt eða annað, og hún gerir þetta á mjög niðrandi hátt. Við erum hinsvegar ekki búin að pirra okkur neitt svakalega á þessu, en það er ekki þar með sagt að hún hvetji mann áfram.
Svo vorum við með svona litla mellemkritik í dag þar sem gellan hélt áfram með þessa leiðinlegu stæla og var alltaf að segja eitthvað svona: Hérna í þessu landi þá eru hlutirnir svona og svona o.s.frv. Eins og við þekktum ekki aðstæður hér og svona, æi bara leiðinlegir stælar. Þetta hljómar kannski ekki eitthvað illa en þetta er mjög niðurdrepandi. En maður má ekki láta eina gellu eyðileggja fyrir sér. Mér finnst Danir almennt frábærir, en guð hvað þessi kona er.........já bara ómerkileg!!!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home