miðvikudagur, janúar 22, 2003

Bara svaka frost á Íslandi!! Burrrrrrrrrrrr:) En það er þó allavega hlýtt inni í húsum heima, hérna er bara kalt inni. Ég sit hérna inni í stofu heima hjá mér núna, í flíspeysu, með teppi ofan á mér og er samt alveg að frjósa. Það er ótrúlegur gólfkuldi hérna, það er það versta. Annars er bara allt gott að frétta. Bjössi á að skila stóru verkefni á morgun og á svo að verja það eftir viku. Hann situr núna sveittur inni í herbergi með Allan, bekkjarfélaga sínum, að leggja lokahönd á verkefnið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home