Það var dinglað hérna hjá mér rétt í þessu. Ég átti ekki von á neinum hérna á laugardagsmorgni, en ákvað nú samt að fara til dyra!! (Tinna......nennir því ekki alltaf). Ég opna hurðina og þar standa tvær konur, afar glaðlegar á svipinn. Svo segir önnur þeirra:" Við ætluðum að athuga hvort þú gætir gefið þér tíma með okkur á þessum yndislega laugardagsmorgni til þess að setjast niður með okkur og kíkja í mikilvægustu bók lífsins, Biblíuna". Ég sagðist nú bara vera mjög upptekin við lærdóm og bætti því nú við að þetta væri stúdentagarður, þar sem flestir væru nú sennilega í sömu sporum og ég. Þá sagði sú sama:" Já, er það. Ekki hentugt núna. Ástæðan fyrir því að við erum að ganga hérna í hús er sú að við höldum því fram að í biblíunni sé margt sem að geti hjálpað manni í amstri hversdagsins". Ég endurtók að ég væri upptekin og hefði því miður ekki tíma til þess að tala við þær. Hún hélt áfram:" Hvernig væri að við myndum kíkja hérna við þegar þú ert komin í sumarfrí". Ég ákvað að hætta að nota lærdóminn sem afsökun og sagðist bara ekki hafa neinn áhuga á að sitjast niður með þeim......
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home