fimmtudagur, apríl 24, 2003

Enginn að panta aftur á Alo pizzu á Silkeborgvej!!!!

Ég held að ég hafi bara aldrei lent í öðru eins. Ég hringdi og ætlaði að panta calzone, nema hvað að eini calzone-inn sem er á matseðlinum hjá þeim er með nautakjöti. Ég sagðist vilja fá með pepperoni í staðinn fyrir nautakjöt. Hann sagði þá að þá gæti ég alveg eins pantað mér pizzu með pepperoni. Ég sagði að það væri nú ekki það sama, þar sem ég vildi fá calzone. Gaurinn sagði mér þá bara að panta einhversstaðar annarsstaðar og skellti á mig. Ég er ekki að grínast........finnst ykkur þetta hægt!!!!!!!! Alo er eitthvað geðveikur greyið og ég panta ekki aftur þarna.......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home