sunnudagur, nóvember 30, 2003

Jeijeijei, fyrsti sunnudagur í aðventu:)

Við fórum í gær í búð og keyptum okkur í krans. Í búðinni var meðal annars verið að selja greinar án laufa sem kallaðar voru tröllagreinar. Okkur fannst þær mjög flottar þar til við sáum verðið, 100 dkr fyrir smá grein. Glætan!! Við keyptum annars japanskt greni, vínrautt glimmer og gullitaðar stjörnur, og 4 vínrauð glös ,með gullskrauti á, með kertum í. Á leiðinni heim afgreiddum við svo málið með að hafa lauflausar greinar. Það vildi svo skemmtilega til að við vorum með hobbyhníf á okkur að við snyrtum nokkur tré á leiðinni............heheehe!!!

Úr varð hinn myndarlegasti krans:)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home