Skrapp aðeins á Fisketorvet áðan. Kíkti í nokkrar búðir, keypti 2 jólagjafir og endaði svo í Fötex (matvörubúð). Þar inni sá ég allt í einu hóp af karlmönnum á ýmsum aldri standa við kælikisturnar. Ég fór að hlusta og þá voru þetta allt Íslendingar. Næsta setning sem ég heyrði var : " Strákar af hverju seljum við ekki svona pizzur!!" Ég kæfði hláturinn en var ábyggilega með þvílíkt skítaglott. Ég fylgdist með þeim á meðan ég var að versla og þeir voru voða mikið að ræða vörurnar og "við selja svona og svona og svona". Og svo töluðu þeir svo hátt, kallandi á hvorn annan : "Palli, sjáðu þessa kanilsnúða!"
Þessir menn voru samt ekki reyndari í bissnessnum en það að þeir voru ekki að átta sig á því að það er allt morandi af Íslendingum í Danmörku. Einn af þeim var samt alveg að uppgötva mig þarna þegar þeir voru að stúdera sólþurrkaða tómata og hnetur:), held að hann hafi verið gjaldkeri í MS............
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home