sunnudagur, febrúar 08, 2004

Jæja, þá er Biggi farinn til Íslands og við aftur tvö í kotinu. Það var voða gaman að hafa Bigga. Við vorum mikið í búðum og Biggi gerði góð kaup. Við fórum líka á kaffihús og kíktum á jazz. Í gær urðum við þó að stinga hann af þar sem að við vorum búin að kaupa okkur miða fyrir löngu á galakvöld í skólanum hans Bjössa. Þar voru allir glerfínir og við engir eftirbátar. Þetta var mjög dönsk samkoma, borðaskipun og svona.......:)

Í gær fór líka fram Þorrablót Íslendingafélagsins sem við höfðum lítinn áhuga á að fara á. Við fórum einu sinni í Árósum og það var rosalega grátleg samkoma. Við fengum það staðfest í gær að þessi samkoma myndi verða jafn grátleg þar sem að við vorum í H og M með Bigga. Þar vorum við 3 í rólegheitum að skoða þegar það birtast allt í einu hjón við hliðina á okkur. Svo heyrum við bara: Haaaaaaaaaaalllllllllllllllllllllllllóóoóó - mjög hátt - Íslendingar!!! ætlið þið ekki á þorrablótið í kvöld?? Ég neitaði því og konan varð voða hissa. Hún hélt áfram: En á ballið, það verður geðveikt stuð? Ég sagði að við værum því miður að fara annað....................þetta var fáránlegt! hehe



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home