þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Núna er/u:

>vika þangað til að ég verð búin að prenta verkefnið og ég sit á Salon Specchio í Árósum á meðan að Marie klippir á mér hárið.

> 8 dagar þangað til að ég er búin að verja verkefnið mitt, og er sennilega í lestinni á leiðinni til Köben.

>12 dagar þangað til að ég er komin til Íslands og er sennilega að renna inn í Réttarbakkann með mömmu og pabba, og vonandi bíða systkini mín þar eftir mér.

Mikið hlakka ég að komast í smá frí!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home