sunnudagur, nóvember 21, 2004

Núna geri ég eins og fólkið í Idol og margir bloggarar, svara nokkrum laufléttum;)

1. Fullt nafn? Herborg Harpa Ingvarsdóttir
2. Fyrirmyndin í lífinu? mamma og pabbi, þau eru pottþétt;)
3. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Fer eftir því hvers konar áhrif um er að ræða.......margar hafa pirrað mig, þá skyldulesningar á afspyrnuleiðinlegum bókum!
4. Hvern myndir þú mest vilja hitta? Ég myndi vilja hitta ömmur mínar og afa, það væri afar notalegt.
5. Uppáhaldsnafn? Mörg nöfn mjög falleg, ekkert eitt sem er í uppáhaldi. Strákanöfn sem enda á -ó finnst mér cool.
6. Uppáhalds hlutur? Tölvan mín
7. Æskudraumur? Ætlaði alltaf að verða útvarpskona, sem þó fengi frí á aðfangadagskvöld
8. Hvernig er tannburstinn þinn á litinn? bleikur, held ég.........
9. Hvað sefurðu yfirleitt marga tíma á nóttinni? svona 8, oft meira, stundum minna.
10. Leiðinlegasta sem þú gerir? Þrífa klósett
11. Ef þú fengir einn dag aleinn/alein, hvað myndirðu gera? bara dunda mér eitthvað
12. Ef þú gætir skipt um starf, hvað sérðu fyrir þér að gera? fasteignasali
13. Leyniuppskrift fyrir hæsi og kvefi? skola með saltvatni og fá sér c-vítamín
14. Uppáhaldsmatur/uppskrift? margt í uppáhaldi, kampavínskjúllinn helvíti góður
15. Manstu eftir “mómenti” sem breytti öllu í lífi þínu? já
17. Skúrar þú heima hjá þér? Auðvitað
18. Hvar ætlarðu að eyða ellinni? Í faðmi fjölskyldunnar.

2 Comments:

Blogger sArs said...

finnst þár Bóbó fallegt nafn?
hvað endar annars á ó?

6:17 e.h.  
Blogger herborg said...

hehe;) bóbó er æði........
nei, ég var að meina eins og Viggó, Marinó, Leó........

7:30 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home