sunnudagur, nóvember 21, 2004

Gísli Marteinn í gær

Ákvað að kíkja á Gísla Martein frá því í gær, bara svo heimilislegt. Ágætis þáttur: Kristján Jóhannsson, bróðir hans, Birgitta Haukdal og Harry Belafonte.
Kristján Jóhannsson var svolítið utan við sig og spurði Belafonte eftir að hann hafði sagt hver hefði samið We are the world hver hefði samið það. Þá sagði Belafonte að Michael Jackson og Lionel Richie hefðu gert það, og bætti svo við að Stevie Wonder hefði átt að vera með en að hann hefði aldrei mætt á fundina, kannski útaf því að hann var alltaf svo latur.

Þá sagði Kristján:

"Well, someone needed to pick him up!"

Alltof fyndið svar!! hehehehheheh

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gísli fær plús í kladdann að hafa fengið Harry til að syngja. Hann var ekkert smá ýtinn og ákveðinn á hann.

En Harry Belafonte er ekkert smá hress á því. 78 ára töffari. Pant vera svona hress...

GM

9:20 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð nú samt að segja það að það var greinilega ástæða fyrir að hann vildi ekki syngja, þetta var frekar slappt hjá honum. Gamli maðurinn neyddur að syngja. En Kristján var maður kvöldsins, með perraleg skot og ekkert að hlusta á það sem aðrir voru að segja og spyrjandi að einhverju sem var nýbúið að segja. Og klikkir svo út með því að segja að einhver hefði nú átt að sækja blinda manninn og skutla honum á fundina!! Góður...

Bjössi

4:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

common maðurinn er 78 ára gamall...

En kristján er með kol-svartann húmor.

GM

6:42 e.h.  
Blogger herborg said...

Leit rosa vel út hann Belafonte;) Ekki það að ég sé fan!
Fyndnir perrastælarnir í Kristjáni, og þegar hann var eitthvað að taka utan um Birgittu þarna í lokin-heheh;)

6:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessi þattur var algjört kluður.. Það eina sem Kristján gerði í þessum þætti var að segja einn brandara og fylgjast síðan ekkert með því sem var að gerast. Það var greinilega miklu skemmtilegra að perrast við greyið Birgittu sem kom hrikalega illa út úr þessum þætti. Ekki nóg um það þá tók Belafonte sig til og gjorsamlega drullaði yfir Birgittu með þessum Britney Spears commentum.. og svo voru allir neyddir til að taka lagið saman í lokin.. Eg hefði nú bara labbað út ef ég hefði verið í Birgittu sporum :) og reyndar líka Belafonte sporum, því maðurinn var greinilega buinn að taka það fram að hann vildi ekki taka lagið.. Þvílikur aulaþáttur..

AH

12:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

og hvað er málið með þessar líka ljótu dúkkur...

GM

11:36 e.h.  
Blogger herborg said...

Sammála að þessi þáttur var steik, vandræðaleg stemmning!! Söngatriðið í lokin var það neyðarlegasta;) hehe

Já og vá, þessi dúkka er ekkert lík henni Birgittu, enda leit hún ekki út fyrir að vera ánægð með þetta.

2:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er fyrsta celeb-dukkan sem er gerð á íslandi og þeir geta ekki ekki gert betur en þetta.. Fannst samt perrinn hann Kristján nokkuð fyndin :) Þegar hann sagði ad þetta væri samt kyssileg dukka, og svo þegar minnst var á hvad pilsið væri stutt beint á eftir kyssu commentinu þá kemur enn meiri perri upp í Kristjáni og hann svarar: ja, ég meinti nú að hún væri með kyssulegar varir... en ekki hvað feiti perri... mæli eindregið með því að fólk horfi á þessi ósköp aftur..

11:37 f.h.  
Blogger herborg said...

já, mér fannst þetta snilld með varirnar!! hehe...ég náði allavega pointinu hjá honum!

1:44 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home