Bjössi vill að við verðum grænmetisætur
Hann er að lesa bók sem heitir "Fast food nation". Hann gerir ekki annað en að lesa upp miður skemmtilegar staðreyndir................hvað er í hamborgurunum sem við erum að borða, af hverju franskar eru svona góðar o.s.frv. Hvaða afleiðingar það hefur ef að kjötið er ekki steikt nógu mikið, um faraldur í Seattle fyrir ekki svo mörgum árum sökum þessa o.s.frv.
Þar sem að ég hef varla drukkið mjólk, allavega "dry", síðan ég fór í Húsdýragarðinn í 6. bekk þá hef ég sagt honum að hætta að þylja þetta upp fyrir mig!
6 Comments:
Fast Food Nation (bls. 204): "The days when hamburger meat was ground in the back of a butcher shop, out of scraps from one or two sides of beef, are long gone. Like the multiple sex partners that helped spread the AIDS epidemic, the huge admixture of animals in most American ground beef plants has played a crucial role in spreading E. coli 0157:H7. A single fast food hamburger now contains meat from dozens or even hundreds of different cattle."
Skemmtileg tilvitnun, nóg af þeim í þessari bók. Góð samlíking hjá honum, eða hvað?
Bjössi
Þegar ég var varla búin að ýta á publish og Bjössi las þetta þá sagði han: ég vil ekkert að við verðum grænmetisætur........það er nóg af ékólu í káli og baunum og þannig líka......
FRÁBÆRT!!
Held að eftir þennan lestur sé heimsóknum mínum á McDonalds og American style lokið (allavega í bili)! Held ég verði að ná mér í eintak af þessari bók, þá hættir maður kannski að freistast í allskonar óhollustu.
LS
Já, spurning um að gera hana að skyldulesningu í grunn-eða menntaskólum:)
Ekki svo galin hugmynd, án gríns!
Við hérna í Milano höfum allavega ákveðið að halda okkur við Pizzurnar, spurning hvort Bjössi geti gefið okkur góð ráð um hvað má setja ofan á pizzurnar? ;-)
LS og fjölsk.
Hehehe;)
hann getur örugglega gefið góð ráð:)
Skrifa ummæli
<< Home