mánudagur, janúar 17, 2005

Vil byrja á því að óska elsku bróðursyni mínum, Ingvari Daða, til lukku með daginn! Kappinn er orðinn 3 ára!

Gaman að sjá svörin við þessari spurningu, og það má endilega halda áfram að svara.

Annars mest lítið að frétta héðan. Ég sit hérna heima að læra og Bjössi var að skríða heim af fyrsta fundi um mastersritgerðina.

...........erum reyndar sjónvarpslaus í 2 vikur sem er ótrúlega skemmtilegt! Kapalnum var kippt úr sambandi, kom í ljós að íbúðin sem við erum að leigja hefur aldrei borgað neitt fyrir kapalinn! Meira ruglið! Þannig að við erum búin að tala við konuna sem leigir okkur og við kapalfyrirtækið. En það er bara þannig að allt tekur 2 vikur hér í Danaveldi........

3 Comments:

Blogger herborg said...

Takk:) Sjáum til með það!

3:48 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til lukku með frænda :)
-Maja-

4:52 e.h.  
Blogger herborg said...

Frébært....!!! Gangi þér vel að koma krílinu í heiminn!

2:19 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home