þriðjudagur, janúar 11, 2005

Herborg sauður!

Ég var út úr heiminum á sunnudaginn, gleymdi 3 bókum heima og auðvitað gemsanum. Ma og pa redduðu því hið snarasta fyrir mig og hentu þessu í póst.

Þegar við vorum svo á Leifsstöð þá datt ég út aftur eitt augnablik. Ég þurfti á klósettið og gekk rakleiðis þangað. Ég ákvað eftir að hafa litið inn í fyrstu 2 básana að þær sem höfðu verið á undan mér á klósettinu hlytu að hafa fengið herfilega í magann. Ég hafði aldrei séð aðra eins útreið á klósetti. Þriðji básinn var í lagi og ég fer þar inn og afgreiði málið. Þegar ég svo opna básinn þá stendur vandræðalegur maður beint fyrir framan mig og segir: "Vúps er ég á kvennaklósettinu!!!?" Ég átta mig á stöðunni þegar ég lít til vinstri og sé allar pissuskálarnar. Ég viðurkenndi að það væri ég sem var að villast og öskraði úr hlátri........þvoði hendur og kom mér út!


1 Comments:

Blogger herborg said...

Já, hehe:) Sem betur fer ekki samt!

5:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home