miðvikudagur, október 02, 2002

Mætti eiturhress í skólann í morgun, jafn fersk og venjulega:) Nema hvað að skyndilega er okkur sagt að við eigum að fara í myndatöku fyrir ný skólaskírteini, góður fyrirvari. Þetta getur þó allavega ekki orðið verra en Hannibal-skólaskírteinið mitt, það vekur alltaf mikla lukku. Ég held að ég haldi samt áfram að nota það, alltaf jafn gaman að sjá svipinn á fólki þegar maður á að sýna skólaskírteinið til þess að fá afslátt í einhverri búð eða frítt inn á einhvern stað. Fólk veit ekki alveg hvernig það á að bregðast við myndinni af Herborgu Hannibal!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home