mánudagur, september 30, 2002

Það var voða gaman hjá okkur stöllunum um helgina. Ég kom til Ástu upp úr hádegi á laugardaginn. Við röltum um bæinn og kíktum í búðir. Ásdís kom svo seinnipartinn og þá fórum við út í búð og keyptum í matinn, planið var að elda nautasteik en við erum svo miklar nánasir að við týmdum því ekki, þannig að við keyptum bara kjúkling, enda var hann á tilboði!!:) Við slöppuðum svo af og höfðum okkur til fyrir kvöldið og svo eldaði ÉG fyrir okkur kjúkling með pestó og rjómaosti og hrísgrjón með. Ásta bauð svo upp á þrist í dessert, sem vakti mikla lukku. Svo var haldið í læknanemapartý og þaðan í bæinn og þaðan á sveitta pizzabúllu og svo heim.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home