þriðjudagur, október 01, 2002

Eddi og Pétur voru saman að reyna að veiða einhverja rjúpu í jólamatinn, eða þannig. Þeir voru staddir hátt uppi á heiði þegar Pétur datt niður, að því er virtist alveg dauður. Hann andaði ekki og það sá bara í hvíturnar í augunum á honum. Eddi tók upp gemsann sinn, hringdi í neyðarlínuna og sagði óðamála "Halló, neyðarlínan? Ég held að hann Pétur vinur minn sé dáinn! Hvað á ég að gera?" Maðurinn á neyðarlínunni talaði rólega, eins og þeim er einum lagið og sagði "Svona nú, andaðu rólega í gegnum nefið og
við skulum athuga þetta. Það fyrsta sem við þurfum að gera er að gang úr skugga um það að hann vinur þinn sé raunverulega dáinn." "'Okei!" sagði Eddi. Síðan kom þögn í smá tíma og svo heyrðist byssuhvellur. Loks kom Eddi aftur í símann og sagði "Hvað svo?"

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home