í gær fórum við í síðbúið afmæli hjá arnari þar sem að var góð stemmning. myndarskapurinn á þeim bænum í góðum gír, kökur, heitur brauðréttur, skinkuhorn og til að toppa þetta alveg var kók í gleri með röri!!:) við vorum svo búin að bjóða Signe og Anders vinum okkar í hangikjöt um kvöldið með öllu tilheyrandi, meira að segja laufabrauði, sem pabbi og mamma sendu mér, til að fullkomna þetta. en svo vildi bara svo óskemmtilega til að Signe var veik og við gátum ekki frestað partýinu því kjötð var að renna út. við buðum þess vegna bara Ashenafi til okkar í staðinn, en hann er einmitt núna á leiðinni heim til sín í frí. gaman fyrir hann þar sem hann hefur ekki farið heim til sín í tæp 2 ár. það myndi ég bara aldrei meika!!! dagurinn í dag er búinn að vera í rólegra lagi, bara læra og svona. Og það lítur út fyrir að í kvöld verði jafnvel gripið í spil......vúhuhuhuhuh!!Núna er hinsvegar í gangi eins árs afmæli Ingvars heima á Íslandi og væri ég alveg til i að galdra mig á staðinn. Þar er sko án efa eitthvað ljúffengt í boði, enda Þórunn ein af þeim myndarlegri í eldhúsinu!!!:)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home