sunnudagur, febrúar 23, 2003

Jæja, bara kominn súpudagur enn og aftur, og ný vika að ganga í garð. Sunnudagar eru súpudagar hjá okkur, fljótlegt, létt og gott. Við höfum frekar meira fyrir matnum á laugardögum. Í gær kom Ash í mat til okkar og við elduðum kínverskan kjúklingarétt sem ég er búin að vera að mæla með við alla og segja öllum að prófa. Mér finnst bara einfaldlega svo gaman að elda og borða góðan mat. Ég hefði alveg verið til í að verða kokkur en ákvað svo eftir stutta umhugsun að ég vildi frekar hafa það sem hobby en atvinnu;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home