mánudagur, febrúar 17, 2003

Tókum skyndiákvörðun á laugardaginn um að kíkja til Odense, í heimsókn til Ástu og Jakobs. Þar var mjög gaman. Við borðuðum góðan mat, spiluðum Pictionary, kíktum í partý og á Buddy Holly (skemmtistaður). Komum svo heim um miðjan daginn í gær. Í gærkvöldi horfðum við svo á íslensku undankeppnina í Jóróvisjon en Tinna var einmitt að koma frá Íslandi þannig að það var tilvalið að taka upptökuna með. Reyndar misheppnaðist upptakan eitthvað því við sáum bara brot úr öllum lögunum, en það var svo sem í lagi!! Tinna kom líka með glænýjan íslenskan lakkrís sem gladdi lítil hjörtu;)
Annars benti systir mín mér á þessa ágætugrein sem ég mæli með að fólk lesi!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home