Svosem ekki mikið að frétta af okkur. Sólin er farin að láta sjá sig hérna sem er mjög jákvætt. Samt ennþá jafn kalt. ég er að byrja á nýju verkefni í skólanum, Ég á semsagt að teikna hafnarhverfi hérna í Árósum. Fyrst teiknum við skipulag og svo teiknum við inní skipulagið okkar, mjög spennandi.
Núna er vika þangað til að Kristín mætir á svæðið og ég er farin að hlakka mikið til að fá hana hingað, sýna henni hvar ég er búin að vera í næstum 3 ár. Þetta er líka í fyrsta skipti sem einhver vinkona mín mætir á svæðið (sem kemur frá Íslandi!! - Ásta og Ásdís hafa náttúrulega komið til mín;)). Ég er svona aðeins byrjuð að skipuleggja hvað við getum gert skemmtilegt. Ég ætla t.d. að taka hana með mér á fredagsbar í skólanum, fara með hana á mjög góðan kínverskan veitingastað, kíkja í búðir og fleira skemmtilegt. Efast ekki um að það verði gaman hjá okkur:)!!!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home