föstudagur, mars 14, 2003

var í mellemkritik í gær og það gekk voða vel. Bauð hópnum mínum í mat um kvöldið, þar sem ég sló náttúrulega í gegn í eldhúsinu.......eldaði semsagt pepperoni-lasagna og hafði salat og hvítlauksbrauð með. Á eftir var svo súkkulaðimúss, alveg eðal:) Þau fóru svo eitthvað rétt eftir miðnætti, og ótrúlegt en satt þá töluðum við bara ekkert um skólann, verkefið eða neitt. Það gerist sjaldan þegar arkitektanemar hittast, þannig að þetta var skemmtileg tilbreyting.
Núna skín sólin úti, alveg frábært veður. Sennilega eitthvað um 10 gráður. Er að spá í að rölta niður í bæ, jafnvel að láta skera neðan af hárinu mínu, enda er það orðið illa úrvaxið og ljótt. Í kvöld á bara að fara í bíó............

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home