sunnudagur, mars 09, 2003

Jæja, það er ekki hægt að segja annað en að við slógum í gegn í gær í búningunum okkar, samt var fólk svona frekar hneykslað á okkur held ég...... Við fórum semsagt sem John Bobbit og konan hans. Bjössi var semsagt í náttfötum með tómatssósu í klofinu og ég í náttkjól sem var allur úti í blóði(tómatssósu), með hníf og bjúgu í glasi.......hehehehe!! Sækooos!!!
Það var misjafnt hversu mikið fólk lagði upp úr að vera fyndið. Margir fóru auðveldu leiðina og voru kúrekar, en í partýinu var líka að finna Matrix parið, klæðskipting, smið, mús, kött og fleira. Þetta var rosa gaman, ég hendi kannski inn einhverjum myndum.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home