miðvikudagur, mars 05, 2003

Það var rosa gaman hjá okkur um helgina, þar sem hver mínúta var nýtt og varla týmt að sofa. Við fórum á skólabarinn, út að borða, á Den sidste, í búðir, á kaffihús, gláptum á Friends og fleira. Í stuttu máli sagt: bara gaman!!!
Ég set inn myndir fljotlega.
Annars er allt gott að frétta, nóg að gera í skólanum og svona. Skil á mánudag þannig að maður þarf eitthvað að fara í skólann um helgina. Annars erum við að fara í grímupartý til Signe á laugardaginn, þar sem kötturinn verður sleginn úr tunnunni og alles. Það verður ábyggilega fyndið......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home