þriðjudagur, desember 07, 2004

Tölvan mín var ekki vinur minn í gær og í nótt. Þegar ég ætlaði að geyma plakötin mín sem pdf kom alltaf skemmd í myndina. Ég tók þá ákvörðun klukkan rúmlega 4 að prenta hjá Vesterkopi sem er helmingi dýrari en Frederiksbjergkopicenter. Ég sá fyrir mér megakatastrofu ef það væri eitthvað meira að skjalinu mínu, og treysti mönnunum í Vesterkopi frekar til að bjarga mér. Og allt er gott sem endar vel, var komin með plakötin í hendurnar rét eftir hádegi. Ég þurfti því að sleppa því að fara í klippingu, eins og var planað og afboða mig í 110 skiptið í heimsókn til Helgu, Halla og Þórhildar.......það tekst að lokum!
Allavega, ég tek lestina eldsnemma í fyrramálið, og ver svo klukkan 2. Verð komin í jólafrí um 3, það verður ljúfast af öllu ljúfu ljúfu ljúfu!!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vona að allt hafi gengið vel!
Laura Sigr og fam.

9:40 f.h.  
Blogger herborg said...

Takk fyrir það, þetta gekk semsgt fínt:) Sjáumst um jólin:)

5:30 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home