Helgin er búin að vera fín. Horfðum á Rússland-Ísland á föstudaginn, sem hefði mátt fara öðruvísi. Ég held að landsliðið myndi verða mun betra ef við bara myndum losa okkur við Dag Sigurðsson.........það liggur við að maður taki fyrir augun þegar hann fær boltann!!
Við fórum svo á Hard Rock á eftir og fengum okkur góða borgara með Helga og Vallý. Bjarki Iversen kom svo þangað og hitti okkur, ákvað að skella sér til höfuðborgarinnar. Kvöldið var annars rólegt.
Á laugardaginn fórum við í bæinn á útsölur og létum freistast. Keyptum smá í búið þannig að við eigum ekki allt eftir í júní/júlí þegar það er áformað að flytja heim:) Geir kíkti svo á okkur um kvöldið í spjall og smá sötur.
Í dag er bara búið að vera sunnudagsleti, auk þess sem ég skellti í pönnsur:) Vandræðalega myndarleg þessa dagana:)
2 Comments:
Sammála með Dag, maður verður bara hissa ef hann hittir í markið :/
-Maja-
;) Fannst þér þetta ekki kvenskörungslega mælt hjá mér?? hehe
Skrifa ummæli
<< Home