sunnudagur, febrúar 06, 2005

Þorrablótið var bara mjög skemmtilegt. Hittumst hérna nokkrir gikkir fyrst og fórum út að borða...........já, við lögðum ekki í kjamma, punga og fleira. Við ákváðum að fá okkur tælenskt í staðinn:) Fórum svo á Þorrablótsballið í Tivoli og þar var mikið fjör. Fólk orðið ansi hresst þegar við mættum. Dæmi: Ég fór á klósettið og á meðan ég beið í röð þar kom kona að mér, horfði á mig og sagði:
Af hverju er allir með gleraugu hérna inni??
Stuttu seinna sagði önnur sem var á undan mér í röðinni:
Af hverju eru dánarfregnir lesnar á milli auglýsinga og andlátsfregna?

Þegar stórt er spurt er fátt um svör!


2 Comments:

Blogger Dilja said...

vá má ég fá þessar lánaðar???
hahahhahahha
þú ættir að skrifa niður sögur af þorrablótum!

en þú vissir þá hvar mig var að finna hahahha
ég var komin í harðfisk með rófustöppu í lokin, alveg hress.
svo voru bara sönn íslensk slagsmál niðri,
alveg eins og í njálsbúð:):)

10:36 e.h.  
Blogger herborg said...

fékkstu ekki doggy með heim;)
já, þetta var frekar fyndið.........
snilldarlínur!

11:32 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home