mánudagur, febrúar 07, 2005

Kristín sendi mér þennan..........

Gömul kona stóð í stefni skemmtiferðarskipsins. Hún hélt fast í hatt sinn svo hann fyki ekki brott með vindinum. Herramaður gekk til hennar
og sagði :
"Fyrirgefðu frú, en vissir þú að kjóll þinn blæs upp í þessum vindi?
"Já ég veit það", sagði konan, "Ég þarf að nota báðar hendurnar til þess að halda hattinum á sínum stað."
"En frú mín, þú hlýtur að átta þig á því að hið allra helgasta blasir við þeim fjölmörgu sem standa hér", sagði herramaðurinn kurteislega.
Gamla frúin leit niður, og síðan á herramanninn og svaraði; "Góði minn, allt sem þú sérð þarna niðri er 85 ára gamalt. En ég keypti þennan hatt í gær."


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home