fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Þegar ég var 7 ára kenndi Ragnhildur mér handmennt í Fellaskóla. Ég spurði hana einn daginn hvað hún væri gömul og hún sagði mér að hún væri 100 ára. Þegar ég kom heim sagði ég mömmu og pabba þetta, mér þótti ansi merkilegt að 100 ára kona væri að kenna mér! Þau náðu að halda andliti, en gerðu í því að spyrja mig hvað handavinnukennarinn minn væri aftur gamall, í heimsóknum og svona:)!! heeh...... Mér datt ekki í hug að þessi gamla kona færi að ljúga að mér!Það hefur oft verið hlegið að þessu heima. Núna eru bráðum 20 ár síðan þetta gerðist. Mér datt þetta í hug þar sem ég sá Ragnhildi í Nettó um daginn. Hvað ætli hún sé gömul?? Mér fannst hún líta eins út.......

Smá hughrif frá húsmóðurinni á Flókagötu:)

4 Comments:

Blogger herborg said...

manst þú eftir henni:)???? hehe...

það er alveg spurning hvað ég geng langt í að komast að því hvað konan er gömul, sjáum til!

ég er alveg að meika það sem húsmóðir, samt ekki enn búin að baka....en samt að meika það!

4:14 e.h.  
Blogger Dilja said...

þótt þú sért ekki búin að baka að þá er ég nokkuð viss um að þú sért virkilega búin að tjékka á henni í þjóðskránni...núna;) hehehhe

afhverju er ég viss um það??? nú..ég væri búin að því og við eigum ýmislegt sameiginlegt hebbafrænka!!

nú byrjar niðurtalning..ég kem heim á morgun og verð til mið. Nú mega ýmsir hlutir að fara að gerast mín vegna sjáðu til!

4:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Bólar ekkert á litla krílinu?? Bara einn dagur til stefnu ;-) hehe...

Knús,
Dögg

10:50 f.h.  
Blogger herborg said...

pressure pressure.....hehe...Dögg ég geri mitt besta á afmælisdaginn þinn og Diljá, ef það tekst ekki þann 11. feb þá bara áður en þú ferð aftur....úff:) hehehe.....

það verður samt ekki gengið það langt að það verði gripið til laxerolíunnar!

2:19 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home