Vika 40
Þetta er vikan sem allir hafa beðið eftir! Í lok þessarar viku ertu „á tíma“! Það er samt ekki þar með sagt að þessi tími henti barninu þínu enda er þetta bara meðatals tími og í raun mjög ólíklegt að barnið komi akkúrat í heiminn á „settum degi“!
Barnið er kringluleitara og feitara og í sjálfu sér tilbúið að fæðast. Nú er það 200 sinnum þyngra en það var á 12. viku. Strákar eru oft stærri en stelpur. Barnið vegur nú um 3,5 kíló og lengd frá höfði að rófubeini er um 35 sm.
(tekið af www.ljosmodir.is)
7 Comments:
Það er sem sagt ekkert búið að gerast enn;-)
No worries, þú færð fréttirnar! heehe
Já, þá eru nöfnin Valentínus og Valentína úti! Eins og okkur langaði nú mikið að nota þau:0!!! hehe
Ætli þú fréttir ekki af því þegar eitthvað fer að gerast:)
Elsku Herborg og Björn Hallgrímur
Til hamingju með litlu prinessuna, hlökkum til að fá myndir.
Kossar og knús frá Milano
LS, AR, GG og AÁ
Innilega til hamingju með prinsessuna ykkar :)
Hlakka til að sjá myndir af henni :)
Sigrún og Ása María
Til hamingju með stelpuna!! Hlakka líka til að sjá myndir!:-)
Kveðja, Ásta og Jákup
Elsku litla fjölskylda,
Innilegar hamingjuóskir með prinsessuna.
Kveðja
Arna og fjölsk.
Skrifa ummæli
<< Home