miðvikudagur, apríl 19, 2006
fimmtudagur, apríl 13, 2006
Hvað á barnið að heita?
Dóttir okkar heitir Inga Bríet Björnsdóttir:). Inga er í höfuðið á móðurömmu hennar og Bríet er út í loftið:). Við erum rosalega ánægð með nafnið hennar og hún líka. Þegar pabbi hennar spurði hana hvernig henni litist á nafnið þá brosti hún allan hringinn!
Inga Bríet var skírð í Háteigskirkju af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur. Veislan var svo haldin hjá ömmu hennar og afa á Fjólugötu. Við erum ofsalega ánægð með velheppnaðan dag og viljum þakka þeim sem hjálpuðu okkur vel fyrir, auk þess þeim sem voru með okkur fyrir frábæran dag. Og að sjálfsögðu fyrir allar fallegu gjafirnar, þvílíkt flóð:)