fimmtudagur, september 30, 2004

Bloggóði dagurinn.............

Bara varð að sýna ykkur þetta!

Vá!!!! Það er verið að spila Angel sem fór fyrir Ísland í Eurovision 2001 (þar sem ég btw var á staðnum) í útvarpinu ( er að hlusta á íslenskt útvarp á netinu;)). Þetta er bara alltof lélegt lag, ekki hægt að segja annað. Hvernig tókst manni að sannfæra sig á þessum tíma að þetta væri ekkert nema winner!!! hehehe............

En þokkalega ætla ég einhverntímann aftur á Eurovision!!

Til hamingju með afmælið Sjöfn

Í rauninni þá ætti ég að hafa með mér litla bók í lestina og skrá niður samferðamenn mína, sem vekja hjá mér sérstaka athygli. Ég hef lent í ýmsu í þessum ferðum mínum; fólk er eins misjafnt og það er margt. Dæmi: Sækóinn sem kemur alltaf inn í Horsens og er alltaf í stuttbuxum, sama hvernig viðrar og með vasadisko, sem keyrir endalaust á sama taktinum; konan sem snappaði á mig þegar ég svaraði í gemsann minn og hélt því fram að það mætti ekki tala í gemsann í almennu farrými í lestinni- ég þurfti að leggja á til að segja henni að ég vissi nákvæmlega allt um þetta og þurfti að leita mér stuðnings hjá öðrum í lestinni, svo mikil voru lætin.......................ég gæti haldið endalaust áfram! En í gær sá ég eitt sem ég hef aldrei séð áður:

STÍFMÁLAÐAN KRAKKA, EKKI ELDRI EN 5 MÁNAÐA..............

það var creepy!

mánudagur, september 27, 2004

Steik dagsins:
Sumt fólk býður uppá að maður getur ekki annað en linkað á það.................

Var að þvælast um veraldarvefinn í morgun og er búin að sitja á mér í allan dag að linka á ákveðna síðu. Datt inn á þessa síðu fyrir algjöra tilviljun á barnalandi, sem er óneitanlega gullnáma, eins og margoft hefur komið fram á þessari síðu. Þarna eru semsagt foreldrarnir með sér möppu í myndaalbúminu sem heita "mamma" og "pabbi" og mæli ég óneitanlega með því að fólk gefi sér tíma til að skoða þær myndir....................

Þarf ekki að hafa þetta lengra. Skoðið hér.

Jæja, þá eru Gunnar og Anna farin frá okkur, en þau eru búin að vera í heimsókn frá því á fimmtudaginn. Það var rosa gaman að hafa þau!! Það var gert svona það týpíska; verslað, borðað, skoðað og skemmt sér! Maður þarf alltaf að styðja gestina í verki þegar það er kíkt í búðir, sem er náttúrulega bara jákvætt;)!!

Tókum sama rúnt með þeim og laugardaginn og við gerðum með stelpunum í vor. Þ.e. fórum á indverska staðinn og fórum svo og kíktum í dótabúðirnar á Istedgade sem er náttúrulega bara ávísun á gott kast! Vonbrigði kvöldsins hinsvegar að hafa ekki farið á Club34. Það kostaði nú bara 50 kall inn..............

þriðjudagur, september 21, 2004

Sá þátt í gær í sjónvarpinu sem er danska útgáfan af Extreme makeover. Fólk á semsagt að senda inn bréf og mynd og segja hvers vegna það vill láta breyta sér. Þegar einn strákur fékk að vita að hann hefði verið valinn þá hringdi hann beint í mömmu sína og sagði henni frá þessu:

"Mamma, ég var valinn i Extreme makeover!!!"

Hvað ætli mamman hafi hugsað................


Bara svona smá hughrif......


mánudagur, september 20, 2004

Hej. Bara ad profa. . . . . .

Örbloggfærslu sendi ég
Powered by Hexia

Símblogg prufa
This is a test message
áðéíóúþæö
ÁÐÉÍÓÚÞÆÖ

Símblogg prufa
This is a test message
áðéíóúþæö
ÁÐÉÍÓÚÞÆÖ

laugardagur, september 18, 2004

Það er sko engin gúrkutíð..........

........... í danska slúðrinu þessa dagana. Það er ekki talað um annað en skilnaðinn hjá Joachim og Alexöndru. Skv. blöðunum þá er Joachim algjör fyllibitta og gerir ekki annað en að djamma og pikka upp 17 ára gellur. Fullt af stelpum að koma fram núna með sögur og myndir af sér með prinsinum. Hann er kannski ekki svo spennandi kostur Margrét;)

Ég get hinsvegar ekki neitað því að ég keypti mér Ekstrabladet í gær, því þar voru 23 bls. um skilnaðinn...................

föstudagur, september 17, 2004

Jæja, nýjasta æðið skv. Maju (sem grefur allt svona upp) er að búa til eigin sjálfsmynd.................ef fólk hefur ekkert að gera, eða nennir ekki að gera það sem það á að vera að gera.............


fimmtudagur, september 16, 2004

Það er sorgardagur í Danmörku í dag - ég er búin að fylgjast svo mikið með danska konungsfókinu að ég fékk alveg í magann þegar ég sá þetta.................


.................................en það er hinsvegar prins á lausu!!heheheheh

miðvikudagur, september 15, 2004

Einn góður...................

Fangi sleppur úr fangelsi þar sem hann hefur verið í 15 ár.Á flóttanum finnur hann hús og brýst inn í það til að leita af peningum og byssum, en hann finnur bara ungt par í rúmi.Hann skipar stráknum að fara úr rúminu, og bindur hann fastann á stól. Á meðan hann er að binda stelpuna upp í rúmi þá fer hann uppá hana, kyssir hana á hálsinn og fer svo inná baðherbergi. Á meðan hann er þar segir strákurinn við stelpuna: Hey þessi gaur er fangi sem hefur flúið, sjáðu bara fötin hans. Hann hefur örugglegaverið lengi í fangelsi og hefur ekki séð konu í mörg ár. Ég sá hvernig hann kyssti á þér hálsinn. Ef hann vill kynlíf ekki segja nei eða neitt gerðu bara það sem hann segir þér að gera, veittu honum fullnægingu. Þessi gaur hlýtur að vera hættulegur og ef hann verður reiður drepur hann örugglega okkur bæði. Verstu sterk elskan, ég elska þig!Konan svarar "Hann var ekki að kyssa á mér hálsinn, hann var að hvísla að mér og sagði að hann væri hommi og finnst þú vera mjög sexy og spurði hvort við ættum vaselín inná klósetti. Vertu sterkur ég elska þig líka!!!

Það verður spennandi þetta með 500 milljónirnar hjá Icelandexpress á morgun...........

mánudagur, september 13, 2004

Heaven...............I´m in heaven.................

Sænskt Idol á mánudögum og danskt á þriðjudögum;)

Mér til mikillar ánægju þá er einhver nágranni búinn að vera að bora í allan dag! Hversu mikið er hægt að bora í veggi í 56 fm íbúð.....

Annars var ég að spá í að prófa hérna eina létta í kvöld af mbl, skemmtileg nýjung hjá þeim að vera með uppskriftahorn, fyrir "áhugakokka" eins og mig;)

sunnudagur, september 12, 2004

Bergur Kári, systursonur minn, er eins árs í dag. Til lukku með það!!!

Það er semsagt eitt ár frá því að ég öskraði í miðri búð á Strikinu, án þess að finnast það eitthvað athugavert............hehehe

laugardagur, september 11, 2004

Henti loksins inn linkunum aftur. Er ég að gleyma einhverjum?????

föstudagur, september 10, 2004

Setningin í lokin á þessari frétt er snilld!

fimmtudagur, september 09, 2004

Hefur einhver annar ........
en ég sofnað áður en að vélin fer í loftið?? Ég gerði það núna þegar ég flaug út;) Ég rumskaði þegar flugfreyjan var að reyna að bjóða mér ommelettu, en ég afþakkaði pent og fór aftur að sofa!

miðvikudagur, september 08, 2004

Sumarið komið aftur!!

Frábært veður hérna og alveg hreint ótrúlega afkastahvetjandi! Er samt búin að sitja inni í allan dag en er á leið í Spinning eftir klukkutíma. Spurning hvernig það verður..........það var alltaf nóg af einhverjum pro-hjólurum í tímum í Aarhus, sem svitnuðu meðalstórri sundlaug í einum tíma, og voru alltaf í keppnisgalla með eigin hnakk með sér, magnað!


fimmtudagur, september 02, 2004

Æiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii..................

Sviar eru bara svo asnalegir!