mánudagur, janúar 31, 2005

Aðeins yngri í anda........

You Are 23 Years Old
23

Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe.
13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.
20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences.
30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more!
40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.

What Age Do You Act?

sunnudagur, janúar 30, 2005

Helgin er búin að vera fín. Horfðum á Rússland-Ísland á föstudaginn, sem hefði mátt fara öðruvísi. Ég held að landsliðið myndi verða mun betra ef við bara myndum losa okkur við Dag Sigurðsson.........það liggur við að maður taki fyrir augun þegar hann fær boltann!!

Við fórum svo á Hard Rock á eftir og fengum okkur góða borgara með Helga og Vallý. Bjarki Iversen kom svo þangað og hitti okkur, ákvað að skella sér til höfuðborgarinnar. Kvöldið var annars rólegt.

Á laugardaginn fórum við í bæinn á útsölur og létum freistast. Keyptum smá í búið þannig að við eigum ekki allt eftir í júní/júlí þegar það er áformað að flytja heim:) Geir kíkti svo á okkur um kvöldið í spjall og smá sötur.

Í dag er bara búið að vera sunnudagsleti, auk þess sem ég skellti í pönnsur:) Vandræðalega myndarleg þessa dagana:)

laugardagur, janúar 29, 2005

Bjössi vill að við verðum grænmetisætur

Hann er að lesa bók sem heitir "Fast food nation". Hann gerir ekki annað en að lesa upp miður skemmtilegar staðreyndir................hvað er í hamborgurunum sem við erum að borða, af hverju franskar eru svona góðar o.s.frv. Hvaða afleiðingar það hefur ef að kjötið er ekki steikt nógu mikið, um faraldur í Seattle fyrir ekki svo mörgum árum sökum þessa o.s.frv.

Þar sem að ég hef varla drukkið mjólk, allavega "dry", síðan ég fór í Húsdýragarðinn í 6. bekk þá hef ég sagt honum að hætta að þylja þetta upp fyrir mig!

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Ég held að ég hafi verið að horfa á lélegasta þátt sem ég hef séð, Ópið á Rúv!!!

Danir voru að vinna Canada 52-18, algjört grín. Núna er í gangi samantekt um danska liðið. Það er alltaf einn leikmaður tekinn fyrir. Þetta er vægast sagt klígjulegt! Sá sem var tekinn fyrir núna var Lars Krogh Jeppesen og það voru bara sýnd videoklip með honum (bæði hann að spila og hann eitthvað að rölta á ströndinni vatnsgreiddur með sólgleraugu) og spilað undir "Give it to me baby....ahaha....." og svo sýndir einhverjar danskar gellur að styðja liðið.......

Og svo sagði þulurinn þegar videoið var búið: " Lars kan mere end at se godt ud"

Sæi í anda þetta á Íslandi...........


Þetta er rosalegt! - í alla staði!!

sunnudagur, janúar 23, 2005

Helgin búin að vera róleg, varla búin að fara út nema til þess að versla mat! Bjössi er búinn að vera slappur en er allur að koma til. Sjónvarpsleysið enn að hrjá okkur en við erum búin að lifa það nokkuð vel af. Spurning um að afpanta kapalinn bara;) Það er margt á netinu sem er skemmtilegt að horfa á auk þess sem við erum búin að glápa mikið á Family guy.

Bakaði annars dýrindis pizzu í gær og í dag á að vera myndarleg og baka súkkulaðiköku:) JÖmmjömm.........

föstudagur, janúar 21, 2005

Til hamingju með afmælið elsku Ásrún!:) Úff hvað við erum að verða gamlar! hehe

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Skárra en ekkert...............

Lífi okkar var bjargað tímabundið í gær þar sem að við fengum lánað inni loftnet hjá Hauki og Tinnu, og náum núna nokkrum stöðvum í lala gæðum...........

mánudagur, janúar 17, 2005

Vil byrja á því að óska elsku bróðursyni mínum, Ingvari Daða, til lukku með daginn! Kappinn er orðinn 3 ára!

Gaman að sjá svörin við þessari spurningu, og það má endilega halda áfram að svara.

Annars mest lítið að frétta héðan. Ég sit hérna heima að læra og Bjössi var að skríða heim af fyrsta fundi um mastersritgerðina.

...........erum reyndar sjónvarpslaus í 2 vikur sem er ótrúlega skemmtilegt! Kapalnum var kippt úr sambandi, kom í ljós að íbúðin sem við erum að leigja hefur aldrei borgað neitt fyrir kapalinn! Meira ruglið! Þannig að við erum búin að tala við konuna sem leigir okkur og við kapalfyrirtækið. En það er bara þannig að allt tekur 2 vikur hér í Danaveldi........

laugardagur, janúar 15, 2005

Mér þætti gaman að heyra ykkar svar við þessari spurningu:

Hvað er kirkja?

Endilega bara skrifið allt sem ykkur dettur í hug!



Fyrir þá sem ekki vita þá er ég að teikna kirkju og safnaðarheimili sem lokaverkefni.

Yes, laugardagur. 1, 2, 3, 4..............

Ólöglegasta gella í heimi!!!

Við hittumst í nóvember í Kaupmannahöfn nokkuð mörg úr 4-X úr MS + fylgifiskar, og þá varð á vegi okkar þessi mjög svo ólöglega frú. Ekkert verið að sleppa gininu og rettunni þó að maður sé óléttur........neinei!! Tékkið á henni!

Fleiri myndir frá sama kvöldi hér.


fimmtudagur, janúar 13, 2005

Svo að ég haldi áfram að tala um mat þá mæli ég með þessum, örugglega líka voða hollur og góður fyrir fólk sem er með samviskubit eftir jólin:)

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Ákvað að apa eftir pizzu sem ég fékk á stað á Fisketorvet fyrir jólin. Ég mæli með því að fólk prufi þessa. Semsagt bara gera pizzabotn og setja á tómatmauk, parmaskinku og parmesanost. Skella henni inn í ofn og þegar pizzan er um það bil tilbúin þá skella ruccola yfir hana alla og leyfa henni að vera í mínútu lengur inni. Ekkert smá gott:)

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Hrísgrjón eru ekki bara hrísgrjón.........

Jasmin grjónin uppseld og þurfti að kaupa basmati grjón. Verð að segja að það var ekki ánægjuleg upplifun....... Ég vil að grjónin mín límist saman!! Mest pirrandi grjón í heimi eru nú samt Uncle Bens!

Ætli við reynum ekki samt að þrauka pokann:)

Herborg sauður!

Ég var út úr heiminum á sunnudaginn, gleymdi 3 bókum heima og auðvitað gemsanum. Ma og pa redduðu því hið snarasta fyrir mig og hentu þessu í póst.

Þegar við vorum svo á Leifsstöð þá datt ég út aftur eitt augnablik. Ég þurfti á klósettið og gekk rakleiðis þangað. Ég ákvað eftir að hafa litið inn í fyrstu 2 básana að þær sem höfðu verið á undan mér á klósettinu hlytu að hafa fengið herfilega í magann. Ég hafði aldrei séð aðra eins útreið á klósetti. Þriðji básinn var í lagi og ég fer þar inn og afgreiði málið. Þegar ég svo opna básinn þá stendur vandræðalegur maður beint fyrir framan mig og segir: "Vúps er ég á kvennaklósettinu!!!?" Ég átta mig á stöðunni þegar ég lít til vinstri og sé allar pissuskálarnar. Ég viðurkenndi að það væri ég sem var að villast og öskraði úr hlátri........þvoði hendur og kom mér út!


mánudagur, janúar 10, 2005

Jæja, þá erum við komin til Danmerkur aftur. Aðkoman að íbúðinni var sem betur fer góð, engar skemmdir vegna óveðurs né búið að brjótast inn:)

Gærkvöldið var annars bara tjillað, ekkert til að borða hérna þannig að Dominos varð að bjarga málunum. Núna á að fara að koma sér í gang í skólanum, dugar ekki annað!

Já og það er gott að vita að mannanafnanefnd er búið að samþykkja nafnið Bambi!