miðvikudagur, febrúar 26, 2003

Jæja, núna kemur Kristín bara á morgun og ég hlakka ekkert smá til!! Ég var að dusta mesta rykið úr hillunum og gera allt klárt. Fór líka í búð áðan og keypti ýmislegt góðgæti handa okkur. Annars er bara allt við það sama hér..........

mánudagur, febrúar 24, 2003

Fór í step-tíma áðan, smá tilbreyting við spinning og bodytoning. Stundum þakka ég guði fyrir að sjá ekkert alltof vel, að sjá ekki sjálfa mig í speglinum;) Ég fór alveg á kostum þarna, var alveg í tómu rugli, sérstaklega þegar það átti að fara að taka einhver mambó spor yfir pallinn og svona. Mér fannst þetta samt ekkert eitthvað leiðinlegt, þannig að það er aldrei að vita nema ég bregði mér aftur, og þá kemur þú með mér árný!!!

sunnudagur, febrúar 23, 2003

Jæja, bara kominn súpudagur enn og aftur, og ný vika að ganga í garð. Sunnudagar eru súpudagar hjá okkur, fljótlegt, létt og gott. Við höfum frekar meira fyrir matnum á laugardögum. Í gær kom Ash í mat til okkar og við elduðum kínverskan kjúklingarétt sem ég er búin að vera að mæla með við alla og segja öllum að prófa. Mér finnst bara einfaldlega svo gaman að elda og borða góðan mat. Ég hefði alveg verið til í að verða kokkur en ákvað svo eftir stutta umhugsun að ég vildi frekar hafa það sem hobby en atvinnu;)

fimmtudagur, febrúar 20, 2003

Svosem ekki mikið að frétta af okkur. Sólin er farin að láta sjá sig hérna sem er mjög jákvætt. Samt ennþá jafn kalt. ég er að byrja á nýju verkefni í skólanum, Ég á semsagt að teikna hafnarhverfi hérna í Árósum. Fyrst teiknum við skipulag og svo teiknum við inní skipulagið okkar, mjög spennandi.
Núna er vika þangað til að Kristín mætir á svæðið og ég er farin að hlakka mikið til að fá hana hingað, sýna henni hvar ég er búin að vera í næstum 3 ár. Þetta er líka í fyrsta skipti sem einhver vinkona mín mætir á svæðið (sem kemur frá Íslandi!! - Ásta og Ásdís hafa náttúrulega komið til mín;)). Ég er svona aðeins byrjuð að skipuleggja hvað við getum gert skemmtilegt. Ég ætla t.d. að taka hana með mér á fredagsbar í skólanum, fara með hana á mjög góðan kínverskan veitingastað, kíkja í búðir og fleira skemmtilegt. Efast ekki um að það verði gaman hjá okkur:)!!!!!

mánudagur, febrúar 17, 2003

var að setja inn myndir....

Tókum skyndiákvörðun á laugardaginn um að kíkja til Odense, í heimsókn til Ástu og Jakobs. Þar var mjög gaman. Við borðuðum góðan mat, spiluðum Pictionary, kíktum í partý og á Buddy Holly (skemmtistaður). Komum svo heim um miðjan daginn í gær. Í gærkvöldi horfðum við svo á íslensku undankeppnina í Jóróvisjon en Tinna var einmitt að koma frá Íslandi þannig að það var tilvalið að taka upptökuna með. Reyndar misheppnaðist upptakan eitthvað því við sáum bara brot úr öllum lögunum, en það var svo sem í lagi!! Tinna kom líka með glænýjan íslenskan lakkrís sem gladdi lítil hjörtu;)
Annars benti systir mín mér á þessa ágætugrein sem ég mæli með að fólk lesi!!

fimmtudagur, febrúar 13, 2003

vá hvað tíminn líður alltaf hratt, kannski útaf því að ég hef alltaf nóg að gera. Stundum held ég bara að ég sé búin að gleyma hvernig maður slappar af, nema á morgnana:) Annars er bara allt gott að frétta, sólin farin að láta sjá sig en ennþá skítakuldi. Það er það kalt að ég get ekki opnað hjólalásinn minn þannig að ég þarf alltaf að labba í skólann - damn!! Annars væri ég nú alveg til í að skella mér í bíó í kvöld, það er að segja ef það er ekki uppselt. Það er óþolandi að þurfa að panta sér bíómiða með fáránlega löngum fyrirvara......

mánudagur, febrúar 10, 2003

Flestir sem þekkja mig ágætlega vita að ég er ekki mikið fyrir það að lesa. En núna á mjög stuttum tíma, innan við viku er ég búin að lesa 2 bækur, Lovestar og Röddina. Djöfull er ég stolt af mér!!! Mér fannst Röddin betri, rann einhvernveginn betur.
Annars er dagurinn í dag búinn að vera frekar afslappaður. Ég var bara í skólanum til hádegis og er búin að vera að dunda mér heima síðan; læra, lesa og slappa af.

sunnudagur, febrúar 09, 2003

Kíktum til Ragga í gær. Vorum thar frameftir kvøldi en akvadum svo ad kíkja á Le coque. Thar var nóg af fólki og glatt á hjalla. Nenntum hinsvegar ekki ad fara neitt meira eftir ad Le coque lokadi thannig ad vid fórum bara heim, med vidkomu í seven-eleven. Bjøssi og Raggi nenntu hinsvegar ekki í bælid strax thannig ad their spiludu Nintendo til morguns, ég ákvad hinsvegar ad draga mig í hlé!!

Í kvøld er svo "islandsk aften" a einni sjónvarpsstød hérna. Thad verda tónleikar med Bjørk, Lalli Johns sem heitir aá dønsku " På røven i Reykjavik " - ýkt fyndid- og svo ad lokum Cold fever. Svolítid skrýtin samsetning:) Ég ætla allavega ad horfa á Lalla Johns.......

laugardagur, febrúar 08, 2003

Mætt aftur til Danmerkur!! Ferðin var fín, stíf dagskrá og stuð. Á heimleiðinni var kippt með ýmsu góðgæti í landamærabúðinni, sannkölluð reyfarakaup þar!!! Annars var dagurinn í dag frekar afslappaður, við kíktum aðeins í bæinn og svona. Vorum að borða rosagóðan mat, svínalundir í rjóma-estragon-steinselju-sítrónu sósu - namminamm!!!! Ætlum að kíkja niður til Ragga en Bjarni og Davíð eru einmitt þar í heimsókn. Aldrei að vita hvernig kvöldið í kvöld endar....

sunnudagur, febrúar 02, 2003

Jæja, þá er það Hamborg og Amsterdam, rútuferðalag frá helvíti!!!:) Ég segi bara bless í bili og óska mér góðrar og skemmtilegrar ferðar....

laugardagur, febrúar 01, 2003

Dönsku þulirnir eru eitthvað ósáttir við að Íslendingar séu að standa sig svona vel á móti Rússum, svolítið fyndið:) Vonum að við göngum frá þeim í seinni hálfleik!!

Jæja, þá eru það Rússarnir. NB þá rústuðu þeir Dönum fyrir nokkrum dögum. Við vonum það besta. Ætla að horfa á leikinn hérna ein og láta öllum illum látum!!!;)