laugardagur, nóvember 30, 2002

Var í skólanum í dag, stutt í skil og eins gott að nýta tímann vel. Fór reyndar líka aðeins í bæinn í dag, aðallega til þess að koma mér í enn meira jólaskap!! Það styttist alltaf í það að maður komi heim, bara 19 dagar!!! Hlakka rosalega til:) Annars á bara að taka því rólega í kvöld, Bjössi er úti á videoleigu núna og kemur vonandi með einhverja skemmtilega mynd með sér tilbaka.

föstudagur, nóvember 29, 2002

Var að koma heim úr afmælinu. Eins og fólk hérna í Danmörku er alltaf að gera grín af Jon í Popstars þá komst ég að því í strætó á leiðinni heim að hann er bara svaka hit hjá dönskum strákum á mínum aldri. Það voru svona 10 strákar í strætó sem voru að syngja :" I wanna be your man, ooooh and show you who I am...............right here next to you"!!!! og alveg að fíla sig í tætlur!!! Hann er greinilega alveg að meika það!!!

Maturinn í gær var algjört æði!! Annars er ég bara á leiðinni í afmæli, þarf að ná strætó eftir klukkutíma. Veðrið hérna er bara leiðinlegt, rosalega dimmt og úði - algjört inniveður. Ætla að vísu ekki að vera lengi í afmælinu, aðallega að láta sjá mig og sjá aðra. Afmælið er hjá "gömlum" bekkjarbróður mínum þannig að þar verður nóg af liði úr gamla bekknum mínum sem verður gaman að hitta og kjafta við. Jæja, best að koma sér í sturtu!!

fimmtudagur, nóvember 28, 2002

Ekki búin að láta heyra í mér seinustu daga vegna anna í skólanum:) Svo sem ekki mikið að frétta héðan annars, nema það að við erum að fara i hangikjöt með öllu tilheyrandi hjá Tinnu og Arnari í kvöld. Það verður algjört æði og kemur manni ábyggilega í mikið jólastuð. Tinna er búin að hamast við að búa til jólakrans og kaupa seríur í gluggana og er ábyggilega að sjóða hangikjötið núna með Pottþétt jól í botni!!!

mánudagur, nóvember 25, 2002

Hvorugt okkar vann hattakeppnina!!!Damn.....:)Annars var partýið mjög skemmtilegt, og jólalegt líka þar sem boðið var upp á jólaglögg, piparkökur og eplaskífur. Dagurinn í gær var svona í rólegri kantinum. Í dag vöknuðum við svo snemma, Bjössi var að fara að verja ritgerð kl. 8 en ég fór hinsvegar bara í ræktina eldsnemma og svo í skólann. Var svo bara að skríða heim núna, planið er að halda áfram að læra en samt gefa mér tíma til þess að horfa á Robinson!!

laugardagur, nóvember 23, 2002

Vona að Ástþór Magnússon hafi bara verið fullur þegar hann sendi þetta email!! Annars erum við bara á leiðinni út úr dyrunum, og ég held að ég verði að láta mig sigraða í hattakeppninni í kvöld, Bjössa hattur er alveg fyndinn!!

Kíkti á skólabarinn í skólanum hjá Bjössa í gær, var komin þangað að ganga 6. Bjössi og Ash voru hinsvegar búnir að vera þar síðan í hádeginu. Við sátum þar í svolítinn tíma en ákváðum svo að ná í kínverskan mat og halda áfram að sötra heima. Sabina kíkti svo til okkar og líka Arnar og Raggi. Það var bara mjög gaman. Ash og Sabina fóru svo í bæinn um eittleytið, en við ákváðum að draga okkur í hlé. Við vöknuðum svo ekkert alltof seint í morgun og röltum niður í bæ aðeins og fórum svo bæði í skólann. Í kvöld er það svo afmæli hjá Halla þar sem allir eiga að koma með hatta og það verða veitt verðlaun fyrir besta hattinn. Ég stefni að sjálfsögðu á sigur í kvöld!!!

fimmtudagur, nóvember 21, 2002

Var að sjá á mbl að það sé 6 stiga hiti í Reykjavík og eins gráðu frost í Köben ( sennilega líka hér þá!!). Hvað er eiginlega í gangi með veðrið?? Annars voða lítið að frétta. Er heima að teikna, kíki kannski eitthvað i skólann seinnipartinn í smá módelvinnu, sjáum hvernig gengur hérna heima. Í kvöld er ég svo að fara að hitta stjórnina í Stúdentafélaginu þar sem við ætlum að ræða hvað er hægt að gera skemmtilegt á næstunni.

þriðjudagur, nóvember 19, 2002

jæja, þá er mellemkritik 2 búin og það gekk bara fínt. Þá er bara næsta mál á dagskrá að klára þetta verkefni með stæl:) Það falla oft mikil gullkorn þegar kennarnir eru að reyna að segja hvað þeim finnst um verkefnin, alveg frábærar samlíkingar oft á tíðum. T.d. sagði einn kennarinn við einn strák í dag að húsin hans , þegar horft væri á afstöðumynd, væru eins og pylsur á flótta.........:) Alveg brilliant samlíking!!!! Núna á hins vegar að fara að taka á því í Spinning!

mánudagur, nóvember 18, 2002

Mæli með því ef fólk ætlar að taka lestina út á völl um jólin að panta miða núna, ég var að panta og það er allt að verða uppselt!!

Aaaaaaarg!! Tölvan hjá mér er alltaf að frjósa. Alltaf þegar ég ætla að prenta út þá frýs hún, tefur ekkert smá!!! djöööööö......!!!!

sunnudagur, nóvember 17, 2002

Var að horfa á heimildarþátt um danska karlmenn sem fóru til Tælands til að kaupa sér konu, alveg sorglegt dæmi!! Þau skildu ekki hvort annað og voru eitthvað að segja að þau elskuðu hvort annað....þetta var alveg fáránlegur þáttur. Einn þeirra var nú bara að ná sér í einhverja kerlingu til þess að þrífa fyrir sig, var eitthvað að segja að það væri svo mikið drasl heima hjá sér og hann hlakkaði til þess að hún kæmi og myndi koma röð og reglu á heimilið. Annar var með einhverjar grettur þegar hann var að borða mat sem hún hefði eldað fyrir þau, sagði að honum fyndist maturinn sem hún eldaði ekkert spes - skemmtilegur gaur, segja það bara í sjónvarpinu!

laugardagur, nóvember 16, 2002

Jæja, í kvöld á að skella sér á julefrokost (jólahlaðborð) með Heklu . Heklumenn græddu svo mikið á Klakamótinu sem þeir héldu í september að þeir ætla að bjóða þeim sem unnu að mótinu á hlaðborðið. Reyndar finnst mér mjög skrýtið að þeim líði þannig að þeir þurfi endilega að eyða peningunum strax....en ég ætla ekki að skipta mér af því:) Best að fara að demba sér í sturtu og koma sér í smá jólafíling.....

föstudagur, nóvember 15, 2002

Jólagjöfin í ár!!! - spurning hvort þetta virki!!!!

fimmtudagur, nóvember 14, 2002

Var að koma heim úr skólanum, þvílík rigning úti !!!!! Bjössi var að skila ritgerð í hádeginu þannig að hann liggur mjög aflappaður í sófanum, að sötra jólabjór að horfa á einhverja Monty Python mynd - hans hugmynd um skemmtun af bestu gerð!!. Þar slær hann 2 flugur í einu höggi, fagnar því að vera búinn að skila um leið og hann hitar upp fyrir Supergrass tónleikana í kvöld, það verður eflaust mikið stuð. Reyndar nóg af góðum böndum að spila hérna í Aarhus þessa dagana, Múm eru að spila hérna á morgun og á mánudaginn eru tónleikar með Violent Femmes. Við eigum miða á tónleikana á mánudaginn en ég ætla að sjá til hvort ég fari, ég á nefnilega að skila á þriðjudaginn í skólanum. Ég er líka alltaf að fatta það núna hvað er stutt í jólin!!!!!

miðvikudagur, nóvember 13, 2002

Var að setja inn myndir af Ingvari Daða, bróðursyni mínum. Er hann ekki sætur!!!!????

þriðjudagur, nóvember 12, 2002

Átta tímar í rútu á einum degi er aðeins of mikið..... rúta er líka alveg það versta, miklu skárra að ferðast með lest, meira pláss og svona....

mánudagur, nóvember 11, 2002

Ósköp venjulegur mánudagur hjá mér. byrjaði á því að ég ætlaði bara ekki að nenna á fætur og dröslaði mér svo í skólann um 9:30. Var þar til 5 en þá skellti ég mér í spinning 2. Kom svo heim og við fengum okkur tyrkneskt nasl í kvöldmatinn, svaka gott. Horfði svo á Robinson þar sem Sonny var loksins hent heim!! Vorkenndi honum samt smá..... Er svo að reyna að læra aðeins núna enda ískyggilega stutt í næstu mellemkritik, vika!!! En það sem sýður inni í hausnum á mér núna er það að ég þarf að vakna klukkan 6:15 í fyrramálið!! - ég er nefnilega að fara í dagsferð með skólanum til Louisiana, sem er rétt hjá Köben.....Það eina sem á eftir að koma mér á fætur í fyrramálið er það að ég ætla að halda áfram að sofa í rútunni!!!!:)

laugardagur, nóvember 09, 2002

Það voru ófá kodakmoment í gær þegar það var verið að koma með jólabjórinn í bæinn. Fyndnust var þó lúðrasveit Ceres. 5-6 gamlir karlar sem voru búnir að fá aðeins of mikinn jólabjór, og aðeins einn af þeim var ennþá að spila - hinir voru bara algjörlega útúr heiminum...hehhe!! Annars er Ásdís að koma í heimsókn í dag og planið er að fara út að borða í kvöld á Dragen sem er kínverskur staður. Raggi og Árný ætla líka að koma með. Dragen er snilldar staður. Maður týnir fullt af dóti á disk sem mann langar í og svo matreiðir kokkurinn fyrir hvern og einn, með þvílíka kokkatakta!! Hvað verður gert eftir matinn er svo ennþá óráðið...kemur til greina að fara í diskókeilu með stúdentafélaginu...kemur allt saman í ljós:)

föstudagur, nóvember 08, 2002

Það er hátíðisdagur í Danmörku í dag, dagur jólabjórsins, en barirnir mega byrja að selja hann klukkan 20:59!! Alltaf sami húmorinn hérna:) Læt mig ekki vanta í hátíðarhöldin....

Hvernig stendur á því að það eru 40 innlit í gestabókina en bara 5 búnir að skrifa??? Hummmmm....

fimmtudagur, nóvember 07, 2002

Veit ekki hvort þetta sé djók, það er hvort Leoncie, indverska prinsessan, hafi virkilega skrifað þennan texta eða ekki.......

My Icelandic man, A real gentleman.
You light up my fire.
What makes you tick, is it your big Icelandic stick?
I'm filled with desire.
Hey Icelandic eyes, with your great magnetic smile.
Take off your clothes.
Come close to me baby, for I am your Lady,
and you don't need those.
Do it, do it, do it, do it all night long.
Grab me, take me, fill me Darling, please do not sweat.
I don't need no Lubrication, I am wet.
Oh yeah, I feel it coming now.
I feel you in me oh.
I feel it coming, it's exploding.
My Icelandic lover, from a land filled up with Lava.
You're volcanic, like the country.
Your muscles make me shiver, I'm burning with desire.

Er þetta lag til, veit það einhver?? Þetta er algjör snilld...



Það eru tvö afmælisbörn dagsins í dag og það eru Palli frændi og Gunnar Magnús. Til hamingju með daginn!! Annars er ég bara komin nokkuð snemma heim úr skólanum í dag, held að það sé út af því að ég vaknaði svo snemma til þess að borða morgunmat með bekknum mínum - auðvitað eru krakkarnir sem sitja í kringum mig búnir að stofna einhvern morgunmatsklúbb (borða saman morgunmat á fimmtudögum).....alveg týpískt danskt dæmi. Ætla nú samt að fara að gera eitthvað hérna heima, en fyrst er það sko einn sterkur kaffibolli!!

þriðjudagur, nóvember 05, 2002

ég veit, ég er orðin algjör nerd, því núna er ég líka komin með gestabók!!! endilega skrifið í hana!!


Jon vann!!! Hann var bara helvíti flottur, allavega voru allar stelpurnar öskrandi í salnum þegar þetta var tilkynnt.....reyndar meðalaldur 12 ár eða eitthvað álíka:)




Var að koma úr spinning, púl dauðans eins og alltaf. Annars er merkur dagur í dag því í kvöld eru úrslitin í Popstars og spurningin er: Hver verður ný poppstjarna Danmerkur. Það byrjuðu 2000 manns í þessari keppni en núna eru þau bara 2 eftir.....spennandi!!! Ég held að Jon vinni....ekki það að flestum ykkar sé ekki sama:) Ég er alveg föst í "svona" þáttum hérna. Annars sá ég á mbl að það hafi verið rýmd verslunarmiðstöð hérna í Árósum í dag út af einhverju hvítu dufti sem féll úr bréfi á gólfið þar inni.....þess má geta að þessi verslunarmiðstöð er svona 2 km frá okkur. Duftið reyndist svo hættulaust, sem betur fer...:)


mánudagur, nóvember 04, 2002

var að setja upp þetta athugasemdakerfi. Fyrsta spurning, hvað finnst ykkur um það??


Fékk aukaverkefni í dag í skólanum sem ég hef 24 klukkutíma til þess að leysa. Ákvað að ég gæti alveg eins gert það heima:), enda þarf ég líka að nota tölvuna aðeins og tölvurnar niður í skóla eru algjört rusl, svona eins og tölvurnar voru í MS.....Annars ætla ég að reyna að taka góða rispu núna og ef allt gengur vel þá getur vel verið að maður leyfi sér að horfa á Robinson í kvöld (danska survivor). Det er bare så spændende at man må ikke gå glip af et afsnit!!!

sunnudagur, nóvember 03, 2002

Ég þoli ekki fólk sem kann sig ekki, kann ekki mannasiði og hegðar sér eins og........ja ég bara veit ekki hvað!! Það var nóg af svoleiðis körlum á árshátíð SF Heklu í gær. Gargandi framan í ræður einhver leiðindaorð, veltandi um blindfullir, niðurlægjandi starfsfólk staðarins og reynandi við aðrar konur þegar konan er ekki með!! Svona hlutir verða nú bara til þess að maður sem siðmenntuð manneskja hefur engan áhuga á að skemmta sér með svona liði. Flestir á þessari skemmtun voru í fínu lagi en það er ótrúlegt hvað nokkrir einstaklingar geta eyðilagt mikið...Arny ætlar líka að tjá sig um þetta mál á blogginu sínu í dag, við vorum saman hneykslaðar á þessu í gær!!

laugardagur, nóvember 02, 2002

Nennir einhver að segja mér hvað Sigurður Bjarnason er að gera í landsliðinu!! Váááá´hvað hann var ekki að meika það áðan gegn Svíum...

Það er ekki hægt að segja annað en að Danir séu almennt með mjög góðan húmor. T.d. er til ein hljómsveit í Danmörku sem heitir Klassens tykke dreng(feiti gaurinn í bekknum) og það er til nammi sem heitir Plejehjemmets menu ( elliheimilis nammi....). Mér finnst þetta algjör snilld!!!

Ég og Tinna fórum alveg á kostum niðri í bæ áðan. Vorum búnar að vera að skoða í búðum og ákváðum að enda bæjarferðina á því að fá okkur heitt kakó með fullt af rjóma. Nema hvað, við ætlum inn á eitthvað kaffihús og okkur finnst undarlegt hvað er erfitt að opna hurðina, en það tókst á endanum og svo förum við inn og mér fannst þettta nú mjög mjó hurð. En svo áttuðum við okkur á því að þetta var ekki hurðin inná kaffihúsið, þetta var gluggi. Svipurinn á liðinu þarna inni var líka bara þessar tvær eru ekki alveg að meika það.....við dóum úr hlátri og vorum ekki lengi að koma okkur út. Algjörir aular!!! Við fórum bara á annað kaffihús í staðinn:)

föstudagur, nóvember 01, 2002

Bjössi er alveg í sama hópavinnurugli og þú núna Dröfn. Einhver Pakistani (ekki það að ég hafi eitthvað á móti Pakistönum) sem er alveg að fara með hann, ætlast bara til að hann geri alla vinnuna!! Það er ekkert verra en að vera í hópverkefni með fólki sem skilar ekki sínu!!

Þórir bróðir á afmæli í dag, hvorki meira né minna en þrítugur. Til hamingju með daginn!!!!! Þú berð aldurinn vel........hheheheee!!! Hefði helst vilja gefa honum það í afmælisgjöf að ég kæmi óvænt heim, en því miður þá er það bara allt of dýrt. Pakkinn sem vonandi kemur með póstinum í dag verður að duga....:(