þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Frekar afslappað líf:)

laugardagur, febrúar 25, 2006

fimmtudagur, febrúar 23, 2006
















mánudagur, febrúar 20, 2006



Lítil dama Björnsdóttir fædd:)

Kl. 6:35 í gærmorgun fæddist sú stutta, 3555g og 51 cm. Hún er algjört yndi og ekki hægt að segja annað en að við nýbökuðu foreldrarnir erum alveg í skýjunum!

Takk fyrir allar kveðjurnar (sms, email, comment á síðunni o.s.frv.)

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Vika 40

Þetta er vikan sem allir hafa beðið eftir! Í lok þessarar viku ertu „á tíma“! Það er samt ekki þar með sagt að þessi tími henti barninu þínu enda er þetta bara meðatals tími og í raun mjög ólíklegt að barnið komi akkúrat í heiminn á „settum degi“!


Barnið er kringluleitara og feitara og í sjálfu sér tilbúið að fæðast. Nú er það 200 sinnum þyngra en það var á 12. viku. Strákar eru oft stærri en stelpur. Barnið vegur nú um 3,5 kíló og lengd frá höfði að rófubeini er um 35 sm.

(tekið af www.ljosmodir.is)

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Þegar ég var 7 ára kenndi Ragnhildur mér handmennt í Fellaskóla. Ég spurði hana einn daginn hvað hún væri gömul og hún sagði mér að hún væri 100 ára. Þegar ég kom heim sagði ég mömmu og pabba þetta, mér þótti ansi merkilegt að 100 ára kona væri að kenna mér! Þau náðu að halda andliti, en gerðu í því að spyrja mig hvað handavinnukennarinn minn væri aftur gamall, í heimsóknum og svona:)!! heeh...... Mér datt ekki í hug að þessi gamla kona færi að ljúga að mér!Það hefur oft verið hlegið að þessu heima. Núna eru bráðum 20 ár síðan þetta gerðist. Mér datt þetta í hug þar sem ég sá Ragnhildi í Nettó um daginn. Hvað ætli hún sé gömul?? Mér fannst hún líta eins út.......

Smá hughrif frá húsmóðurinni á Flókagötu:)

sunnudagur, febrúar 05, 2006

Vika 39
Leghálsinn gæti verið farinn að mýkjast, styttast og þannig að undirbúa sig fyrir að opnast. Slímtappinn gæti einnig farið hvenær sem er en það getur verið merki um að fæðingin verði á næstu dögum en jafnvel fyrr. Þú gætir fundið meira fyrir samdráttum í leginu (kúlan harðnar) en einnig gætir þú fundið fyrirvaraverki. Samdrættir lýsa sér þannig að kúlan verður hörð án þess að konan verði vör við verki. Fyrirvaraverkir eru samdrættir ásamt verkjum sem koma óreglulega og standa oft stutt yfir. Verkirnir eru ekki óbærilegir en óþægilegir. Fyrirvaraverkir hætta oft við hvíld. Það er talið að fyrirvaraverkir geri gagn því þeir undirbúa leghálsinn með því að mýkja hann. Fyrirvaraverkir eru algengari hjá konum sem fætt hafa áður. Byrjandi fæðing lýsir sér með samdráttum ásamt verkjum, oft kallað hríðir eða fæðingarhríðir. Hríðirnar koma reglulega, lagast ekki í hvíld og aukast smám saman, styttra verður á milli þeirra og hver hríð varir lengur. Legvatn getur farið í byrjun fæðingar án þess að hríðir komi strax í kjölfarið en algengara er að legvatn fari í lok útvíkkunartímabils.

Kynfæri barnsins eru óvenju stór en það er vegna áhrifa frá þeim hormónum sem þú framleiðir. Þetta jafnar sig nokkrum dögum eftir fæðingu. Nú hægir aðeins á þyngdaraukningu barnsins og undirbúningur fyrir fæðinguna hefst af fullum krafti. Barnið vegur nú um 3.2 kíló og lengd frá höfði að rófubeini er um 34 sm.

(tekið af www.ljosmodir.is)

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Allt í einu mundi ég að ég lofaði Ásdísi þessu:

1. Dugleg og óþreytandi - ótrúlegt hvað þú afrekar mikið og nennir miklu! hehe... Hláturmild og skemmtileg. En þrátt fyrir að þú sért voða klár þá manstu engin nöfn og varla andlit.......heheheeh......
2. Barbie girl kemur sterklega til greina!
3. Hmmmm........þú borðar allt!
4. Þú komst of seint í 1. bekk, varst í USA. Man þegar þú loksins mættir, varst með spes hatt og voða amerísk fannst mér:) hehe..... Það fór aldrei lítið fyrir þér í MS, gullmolarnir eru margir!
5. Kanína
6. Slappar þú einhverntímann af?
7. Hvernig er það, kórdress á jólatónleikum, yngja þau mann um a.m.k. 4 ár?? hhehehe