föstudagur, júní 27, 2003

ok, hvað gerðist fyrir bloggið mitt??? anyone?????????

J?ja, ?? erum vi? komin heim til ?slands, det er bare dejligt!!!
? ?ri?judaginn ?tskrifa?ist Bj?ssi, ?a? var ?g?tis ath?fn, temmilega l?ng og f?nar veitingar ? bo?i ? eftir; rau?v?n, hv?tv?n, bj?r, gos, og allskonar fingerfood. Vi? f?rum svo ?t a? bor?a og fengum okkur steik;) Eftir ?a? skundu?um vi? heim ? lei?, ?v? vi? m?ttum ekki missa af seinasta 24 t?mum ??ttinum.
Vi? t?kum lestina snemma ? mi?vikudaginn og komum vi? hj? konunni sem ?tlar a? leigja okkur ?b??ina ? haust og skrifu?um undir samninginn. Svo var ?a? bara Kastrup og Express heim;) S??an ?? er ég bara b?in a? nj?ta ?ess a? vera heima ? ?slandi-?sland er langbest!!!

laugardagur, júní 21, 2003

Ásrún systir var að útskrifast með BA próf í stjórnmálafræði rétt í þessu, til hamingju með það!!! Hún sagði við mig að hún hafi reynt að vera lengi að taka við plagginu en fékk svo að heyra það frá Bjössa kærasta sínum að hún hefði verið svo snögg að taka við þessu að hann hefði varla náð mynd;)hehehe
Auk þess þekki ég heila hjörð sem var að næla sér í gráður áðan og ætla ég að láta það vera að telja alla upp svo að enginn gleymist og verði móðgaður;) Til hamingju með áfangann öllsömul!!!;)

miðvikudagur, júní 18, 2003

Já, við héldum uppá þjóðhátíðardaginn með því að flytja. Sem betur fer fengum við góða aðstoð frá Hrönn, Júlla og Ash. Takk fyrir það!!
Ótrúlegt hvað við eigum mikið af drasli, og hversu mikið af drasli getur verið inni í 35 fm íbúð:)
Í dag vorum við svo að þrífa, aðallega að þjösnast á kalkinu á flísunum á baðinu, taka eldhúsið í gegn og spasla upp í göt. Í kvöld á svo að taka fataskápinn í sundur og þvo þvott. Spennandi!!!!!!!!! Á morgun verður svo keypt málning. Vá, maður get ekki beðið;)
Núna er bara vika í okkur, eftir viku verðum við heima..........jeiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!!!!
Ég hef ekkert skemmtilegt að segja....hehehe

föstudagur, júní 13, 2003

Vá, hræðilegt að það sé til svona gagnagrunnur á netinu með öllum bekkjarmyndum (og einstaklingspassamyndum!!!!) sem hafa verið teknar í grunnskólum. Tékkið á þessu............

fimmtudagur, júní 12, 2003

Hvar er til bóluplast í Danmörku?? Ég fór í Silvan í gær og það var ekki til þar og svo hringdi ég í Bauhaus í dag og ekki heldur til þar. Skrýtið þar sem að þessar tvær verslanir eru stærstar í BYKO-Húsasmiðjubissnessinum hérna í Danmörku. Ef einhver hefur hugmynd um hvar ég get fengið bóluplast þá má endilega láta mig vita:)
Annars tók ég daginn snemma í morgun og fór með Bjössa í skólann og beið frammi meðan hann var í munnlegu prófi í Evrópusambandslögum. Hann rústaði því náttúrulega:) og fékk 10!! Eftir það þá hjóluðum við niður í bæ, kíktum í nokkrar búðir og fengum okkur svo að borða við ána. Smá pása á milli lesturs. Við hjóluðum svo heim á leið en settum hjólið mitt í viðgerð í leiðinni, þar sem það var að verða ansi bremsulaust:)
Dagurinn er svo búinn að vera frekar afslappaður. Búin að þvo þvott, fara út að hlaupa og hanga á netinu:)

miðvikudagur, júní 11, 2003

Þessa dagana geng ég um með tjekk-lista yfir hluti sem þarf að redda fyrir flutningana:) Brjálað að gera hjá mér...........Er á tölvukúrsi, mjög rólegt og ætla að sjá nokkrar "lokavarnir", þ.e. hja þeim sem eru að klára skólann. Sá eina íslenska stelpu klára áðan, hún stóð sig rosa vel:)
Núna er ég að fara út í Silvan(sem er svona BYKO) að kaupa bóluplast, tape, peru og sitthvað fleira. Þá get ég krotað yfir það á litla verkefnislistanum mínum:)

mánudagur, júní 09, 2003

Veðrið hérna í Danmörku er búið að vera frábært undanfarið, 25°C og sól. Í gæreftirmiðdag og kvöldi voru svo svaka þrumur og eldingar, eða eins og Danir lýstu þessu: óveður:)!!!!!! Annars voða lítið að frétta, Bjössi er að læra á fullu og ég bara að dunda mér, er að fara að setja í kassa og svona.
Ætlaði aðallega að monta mig og segja frá því að foreldrar mínir eiga 30 ára brúðkaupsafmæli í dag!!! Til hamingju með það!!

föstudagur, júní 06, 2003

Er það rétt sem ég sé á mbl.is að það sé +1°C í Reykjavík í dag????????

fimmtudagur, júní 05, 2003

Það var voða gaman að fá Helga og Vallý í heimsókn. Við fórum til Köben á sunnudaginn og fórum beint í Bakken. Þar fórum við í skemmtileg tæki, thetta var rosalegt, thetta kom a óvart og thetta var blautt !!!!!!
Á mánudaginn fórum við í Christianiu, á Strikið, í Amalienborg, út að borða á tælenskan stað og enduðum svo í Tívolíinu. Þar fórum við í tæki dauðans, 63 m frjálst fall!!!!!!!! og smá velting . Auk þess að ayða dágóðri summu í að vinna bangsa.
Það er reyndar alveg saga að segja frá einum vinningnum sem við fengum í Bakken, við dóum öll úr hlátri þar. Greyið stelpan sem var að vinna í básnum:) Við héldum að við værum að vinna alveg geðveika bangsa þarna. Bjössi hélt að hann væri að vinna millistærð af bangsa og Helgi stóran. Neinei, svo kom það í ljós þegar við vorum að ná í vinningana að þeir gátu unnið saman einn lítinn smokk-bangsa, með að leggja stigin sín saman!!!!! Við að búast við svaka vinning:) heheheh

sunnudagur, júní 01, 2003

Helgi og Vallý mætt í heimsókn, með lit í lagi:) Fórum út að borða á kínastaðinn sem við förum með alla gesti á, liggur við. Röltum svo niður á strönd en þar var íslenskt strandapartý í gangi, mikið fjör þar. Ákváðum nú að vera ekkert svo lengi þar, þar sem að við ætluðum að taka daginn snemma og drífa okkur í smá Danmerkur rúnt. Við erum búin að leigja okkur bíl "rent a wreck", sem við vonum að sé í lagi:) Allavega þangað til á þriðjudag............