fimmtudagur, október 31, 2002

Mér finnst tíminn fljúga áfram þessa daga, áður en maður veit af er bara að koma helgi, ótrúlegt!!! Og Íslendingar eru bara yfir gegn Júgóslövum, ótrúlegt!!! Gott að Danir eru ekki rosalega mikið að fylgjast með þessu móti (allavega ekki okkar riðli), þannig að það er bara ekkert búið að gera grín að manni. Annars eru Danir alveg að meika það núna, voru að bursta Svía rétt í þessu. Annars er það þannig hérna í Danmörku að kvennahandboltinn er mun vinsælli en karlahandboltinn, það er alltaf verið að sýna kvennahandbolta í sjónvarpinu!!
Svo er Kata frænka mín þrítug í dag. Til hamingju með afmælið!! Ef þú lest þetta þá vona ég að þú hafir ekki tekið afmæliskortið þitt of alvarlega!!!

miðvikudagur, október 30, 2002

Íslendingar undir gegn Þjóðverjum og Júgóslavar voru að vinna Rússa, sem við, vel að merkja, töpuðum með 11 marka mun fyrir í gær...Srákarnir okkar ekki alveg að meika það þessa stundina...hvenær er annars heimsmeistaramótið??
Annars er dagurinn í dag hjá mér búinn að vera frekar hefðbundinn, fyrir utan það að ég fór í ræktina fyrir skóla í staðinn fyrir eftir skóla......rosalegt!!! Annars er ekkert í sjónvarpinu og Bjössi að læra þannig að ég get annaðhvort farið að læra líka eða sofa....best að kíkja aðeins á verkefnið, fyrst að maður var að þvælast með hólkinn heim:)

þriðjudagur, október 29, 2002

Djöfull voru Íslendingar að skíta á sig á móti Rússum, 11 marka tap!! Gott að sá leikur var ekki sýndur í sjónvarpinu hérna úti....Danir töpuðu að vísu líka en ekki alveg svona illa, bara með 2 mörkum, á móti Frökkum. Annars var ég að horfa á þátt um feit börn þar sem þrír krakkar voru teknir fyrir og reynt að hjálpa þeim í baráttunni við aukakílóin, breskur þáttur. Einn af þeim var 15 ára strákur sem var 140 kg. Hann var sendur í sumarbúðir fyrir feit börn í Bandaríkjunum, þar sem lögð var áhersla á hollan mat og mikla hreyfingu. Það kostaði 3000 pund að senda hann þangað!! Nema hvað, gaurinn kom 2 kg þyngri tilbaka. Kannski ekki alveg besta ráðið að senda feita krakkann sinn þangað!!:)

mánudagur, október 28, 2002

Af hverju er maður alltaf svona þreyttur á mánudögum?? Þrátt fyrir hvað ég var löt í morgun þá náði ég samt að henda mér fram úr rúminu á réttum tíma, koma mér í skólann og allt það. Kíkti aðeins í bæinn eftir skóla í leit að þrítugsafmælisgjöf handa bróður mínum sem verður semsagt þrítugur á föstudaginn, svo að ég endurtaki það nú!! Ætla að sofa á því í nótt hvað ég kaupi...... Svo fór ég í ræktina og tók þokkalega á því í Spinning 2, erfiðasti spinningtíminn held ég!!! Dreif mig svo heim, borðaði og horfði á Robinson, sem er dönsk útgáfa af Survivor, ekkert smá spennandi!!!

sunnudagur, október 27, 2002

Hér er rok og rigning, ekta inni veður. Við tókum daginn snemma í dag og erum búin að vera að vera voða dugleg að læra. Það er búið að breyta tímanum hérna, vip gleymum þvú alltaf og það kemur okkur alltaf jafn skemmtilega á óvart. Við þurftum að skila tveimur videospólum fyrir 10, þannig að við stilltum vekjarann á 9:30. Bjössi reif sig á fætur en ég ætlaði að liggja aaaaaðeins lengur. Svo kom hann tilbaka og var að dunda sér í smástund og ákveður svo að kveikja á tölvunni. Ég lá ennþá í rúminu og var að byrja að fá samviskubit yfir því að vera ekki byrjuð að læra. Nema hvað að þegar það er að kveikna á tölvunni þá kemur upp skipun um að tíminn sé búinn að breytast, þá var klukkan ekki nema 9:45 í staðinn fyrir 10:45, það var yyyndislegt. Samviskubitið mitt hvarf á augabragði!!!
Já og til hamingju með afmælið Helgi!!!

laugardagur, október 26, 2002

Var að klára að horfa á mynd sem heitir Story teller, ekkert svaka spes. Mamma og pabbi hringdu líka, ekki að það sé eitthvað nýtt. Við myndum helst vilja tala saman í fleiri klukkutíma á dag, en það kostar að hringja!! Það besta við að koma heim til Íslands í frí er það að geta sest niður með fjölskyldunni og kjaftað úr sér allt vit án þess að hugsa um í hve margar mínútur maður er búinn að tala. Okkur finnst við líka vera laaaaang skemmtilegust!!!

Tinna og Arnar voru semsagt í mat hjá okkur í gær og við borðuðum rosalega góðan mat, ég er að hugsa um að láta uppskriftina flakka í lokin. Við sátum og spjölluðum til 4 í nótt, mjög gaman. Ætluðum alltaf að fara að horfa á video en það varð aldrei úr því!! Annars vöknuðum við bara í morgun og fórum í Ikea og keyptum einhverja smáhluti sem okkur vantaði - og sitthvað fleira, alltaf nóg að girnilegu dóti þar:) Annars erum við bara að taka því rólega núna, ætlum að vera voða dugleg að læra á morgun. Ætlum að sleppa partýinu í kvöld, ætlum bara að hafa það náðugt heima í þetta skiptið. Ég elda mjöög sjaldan eftir uppskriftum, finnst miklu skemmtilegra að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín, mér finnst líka oft svo pirrandi að þurfa að kaupa fullt af einhverju drasli sem maður notar kannski hálfa teskeið af!! En ég lét mig hafa það í þetta skiptið, svo girnileg var uppskriftin og hún hljóðar svo:
1-1 1/2 kg af kartöflum skorið í skífur (ég skar bara kartöflur í skífur þangað til formið var orðið 3/4 fullt) og sett inn í ofn við 200 °C í 30 mínútur. Það er svo tekið út og ofan á það settur kjúklingur sem búið er að steikja(ég setti 4 bringur fyrir fjóra, skar í bita og steikti). Yfir það svo sett sósa sem inniheldur: 4 dl af sýrðum rjóma, 1 msk mangochutney, 4 msk chilisósa, 2 hvítlauksrif, 2 tsk karrý, 1 tsk paprikuduft, 1 tsk pipar, 1 tsk kjötkraftur og 1 1/2 tsk estragon. Efst svo settt slatta af rifnum osti. Bakað áfram í 20 mín (ég hafði þetta reyndar aðeins lengur, til þess að vera pottþétt á að kartöflurnar væru í lagi!!!)
Þetta er meiriháttar gott. Maður getur svo bara ráðið magni af kartöflum og kjúklingi, eftir því hve margir eru í mat!!

föstudagur, október 25, 2002

Thad er buid ad vera nog ad gera i social-lifinu thessa vikuna. I gær var Rødvinsaften i skolanum, hja deildinni minni. Eg var ekki ad nenna ad fara en eg akvad ad vera ekki partypúbber og skellti mer a stadinn. Thad var bara mjøg gaman. Svo er audvitad nog um ad vera um helgina. I kvøld koma Tinna og Arnar i mat til okkar og a morgun er party hja Helgu og Halla - aldrei friður!!!

fimmtudagur, október 24, 2002

til hamingju með afmælið Maju-Bjössi!!!

Var með hálfgerðan saumaklúbb í kvöld fyrir nokkrar íslenskar stelpur í Árósum. Ég fór að sjálfsögðu á kostum í veitingunum, var á fullu í 3 tíma að smyrja og skera, maður er nú ekki "sandwich artist" fyrir ekki neitt. Annars er ég að búa til myndasíðu, þannig að innan skamms get ég sett myndir inn sem verður án efa gaman fyrir ykkur að skoða!!!

þriðjudagur, október 22, 2002

Så er det overstået. Gekk bara fínt, hlakka til að halda áfram að þróa verkefnið....nóg um það. Mig dreymdi svo súrrealískan draum í nótt. Mig dreymdi að tvær bekkjarsystur mínar úr grunnskóla væru búnar að gifta sig, semsagt giftast. Ég var mjög hissa á því, því ég vissi að þær ættu báðar barn, en þá var það bara plottið....þær voru alltaf búnar að ákveða að giftast en ætluðu bara að eignast börn fyrst, og það gátu þær ekki gert án karlmanns....þvílíkur sýru draumur!!!

mánudagur, október 21, 2002

Á morgun fer ég í fyrstu mellemkritikina mína þannig að dagurinn í dag er búin að fara í að taka allt saman sem ég er búin að vera að gera seinusta mánuðinn, á að vísu eftir að leggja lokahönd á fráganginn. Gaf mér samt tíma til þess að fara að hitta gömlu bekkjarsystur mínar í smá spjall, osta og eitt rauðvínsglas. Það var eins og Danir kalla það "meget hyggeligt". Það var hinsvegar ekki jafn gaman að hjóla heim í roki og rigningu..jæja, best að koma sér að verki...!!!

sunnudagur, október 20, 2002

Búin að liggja yfir íslenskum tímaritum í dag, sem ég er með í láni. Séð og heyrt, Vikan og Mannlíf..... ekkert smá gaman hjá mér!!!:)

djöfull eru gourmetbollurnar frá Schulstad að gera góða hluti núna!!!hehheheheeeeeeee

Gott djamm hjá okkur í gær. byrjuðum á að fara í partý til Söru - opið hús og innflutningspartý. Fórum síðan í 25 ára afmæli hjá Thomasi Jensen, sem var með mér í bekk í fyrra. Þar var svaka stuð, fullt af fólki sem maður þekkti ekki neitt og gat bullað í. Þaðan fórum við svo í partý til Krissa (sem þú þekkir Diljá) og vorum þar til 3 cirka, eftir 3 góð partý:) Svo var það bara pylsa og heim!
Svo er skólinn bara að byrja aftur á morgun, það er búið að vera frábært að vera í smá fríi, sofa út og svona. En núna þarf bara að taka á því í skólanum fram að jólum. 2 mánuðir til jóla!!! Sá líka að það væri bara kominn snjór heima, ég vona að það verði nóg af snjó um jólin!!!

laugardagur, október 19, 2002

partyparty:)

eins og talað frá mínu hjarta

föstudagur, október 18, 2002

í kvöld á að sjá Mr. Deeds í bíó, búin að panta miða og fékk sæti á besta stað. Já það er satt, maður pantar sér sæti í bíó eins og í leikhúsi, ýkt fyndið!! Þá sleppur maður allavega við troðning og slagsmál um sæti í bíó!!!:)

var að fá póst frá Flugleiðum um tilboð sem þeir kjósa að kalla Smellur. þar á maður að geta fengið ferð milli Danmerkur og Íslands á 19800, sem er frábært. Nema hvað að þegar ég ætla að bóka þá fæ ég upp verðið 38000 kr. Gott tilboð hjá Flugleiðum. Það stóð að vísu takmarkað sætaframboð á þessum la´gu fargjöldum en það er óþarfi að bjóða eitt sæti á þessu verði eða eitthvað álíka. Flugleiðir er glatað fyrirtæki!!! Að vera ekki með tilboð fyrir námsmenn allavega, svo maður geti farið heim til sín sem oftast!! Þetta voru bara svona smá hughrif um Flugleiðir!!:) Vona að það fari eitthvað nýtt félag að fara í gang sem verður ekki svona vibbalega dýrt!!!!

fimmtudagur, október 17, 2002

Vorum að horfa á Elling, norsk mynd um tvo geðsjúklinga sem eiga að reyna að byrja að búa aftur einir eftir að hafa verið inni á stofnun. Mjög fyndin og góð mynd!! Annars hringdu Maja og Kristín í mig í kvöld og Þórir í mig í dag, gaman að heyra hljóðið í fólki sem oftast....

nokkrir góðir úr læknaskýrslum:
"Sjúklingurinn var í morgun að drekka te og borða maís þegar að bar mann sem heitir Kristmundur."
"Við komu á spítalann var sjúklingurinn fljótlega skoðaður af undirrituðum, og kemur þá í ljós að um er að ræða 46 ára gamlan karlmann sem er þrekvaxinn og vöðvastæltur."
"Sjúklingur fær verki í bringunni ef hún liggur á vinstri hlið lengur en í eitt ár."
"Sjúklingur hefur verið niðurdreginn alveg síðan hann byrjaði að hitta mig árið 1983."
"Sjúklingur tárast og grætur stöðugt. Virðist líka vera niðurdreginn."
"Sjúklingur var í góðu ásigkomulagi þar til flugvélin hans varð eldsneytislaus og hrapaði."
"Sjúklingur fékk sér vöfflur í morgunnmat og lystarstol í hádeginu."
"Sagan er fengin frá uppgefnum ættingja."
"Sjúklingurinn er fertug, að öðru leyti ekkert athugavert."


gæti verid ad thetta hafi verid svona "hefdir att ad vera tharna" dæmi, ekki fyndid ad segja fra thvi (semsagt strætosagan i gær)........... annars er eg nidri i skola nuna og er ad pirra mig a hvad tølvurnar herna eru mikill skitur, verd ad fara ad kaupa mer fartølvu!!! algjør suddi uti, langar mest til ad vera bara undir teppi nuna... en er a leidinni i spinning extra a eftir sem er 75 minutur, pul daudans!! best ad reyna ad finna eitthvad ut ur thessum tølvum herna.....

miðvikudagur, október 16, 2002

Komin frá Köben og ótalmargt að segja um þá ferð. En samt eitt það fyndnasta var þegar við hittum útúrreyktan en samt mjög saklausan gaur í strætó. Við vorum semsagt nokkur íslensk saman í strætó og hann spurði okkur strax hvaðan við kæmum og byrjaði að segja okkur að hann hefði unnið í Hagkaup einu sinni og svona. Svo fer hann allt í einu að spyrja okkur hver sé með hverjum og svona, og var alveg svona.....jáa þú ert með henni og þið eruð saman og svo framvegis. Svo hugsar hann sig aðeins um og segir svo:"Jeg har en eks-kæreste", geðveikt svona innilega eitthvað. Við sprungum öll úr hlátri. Fyndið þegar fólk veit ekki af því þegar það segir svona gullmola!!
Annað markvert gert í KBH:
1. Ég sá frumbyggjana spígspora um Strikið í leit að sparibuxum.....heheheheheeeeeee.....Maja nær þessum allavega
2: Fórum á Hard Rock, almennilegir borgarar!!!
3. Fórum á Carlsberg safnið
4. Fórum á Louisiana safnið (hitti einn vinnufélaga minn fyrir tilviljun í lestinni á leiðinni frá safninu-ótrúlegt!!!)
5. Fórum í Christianiu, það er algjör snilld!!! Mæli með að sjá það
6. Hviids vinstue, hittum Ásdísi þar
7. Shoppuðum aðeins
ooooooog eitthvað fleira. Köben er snilld en samt ágætt að vera komin heim í sveitasæluna..........

mánudagur, október 14, 2002


Á morgun verður haldið til Köben og dvalið þar í íbúð Hauks vinar okkar fram á miðvikudag, verst að það er spáð snjókommu, spáið í því!!!! - eða þaaaaaað, sem er víst rétt að segja!!! Þar verður eflaust gaman, kíkt á Strikið, borðað eitthvað gott og etv gert eitthvað menningarlegt. Reyndar að spá í að kíkja á Christianiu, maður skammast sín nú svolítið fyrir að hafa aldrei séð þann stað. Það er svona "must see" held ég!!! Þangað til næst, skemmtið ykkur!!!!

laugardagur, október 12, 2002

Skál fyrir fólki með góðan húmor, ég bætti þér líka inn hjá mér Diljá!!! Og það er alveg satt, við ættum að skammast okkar fyrir margt sem við höfum látið út úr okkur eða skrifað okkar á milli, eða neiiiiiii!!heheheheh... bréfaskriftirnar milli Íslands og Holllands á sínum tíma er eitthvað sem er alltaf hægt að væla úr hlátri yfir!! líka minnistætt Diljá með eitt jólaboðið þegar djókið okkar komst of langt með að þú hefðir áhuga á ákveðnum aðila, say no more..............heheheheheee:) Mæli með að fólk kíki á síðuna hennar Diljáar, hún hefur alltaf eitthvað skemmtilegt að segja......

var að horfa á landsleikinn, aðeins eitt um hann að segja: djöfull voru þeir lélegir!!!! hefur einhver heyrt þessa setningu áður??

Hún á afmæli í dag,
hún á afmæli í dag,
hún á afmæli hún Maja,
hún á afmæli í dag.
Til hamingju með afmælið Maja!!!! Hringi í þig í kvöld til Rúnu, þegar partýið er komið í gang!!!!

föstudagur, október 11, 2002

Vetrarfríiiiiiiiiii..jibbíiiiiiiiii!!! Það má segja að fríið hafi byrjað í gær því í skólanum í dag var enginn vinnufriður. Klukkan var ekki orðin tólf þegar bekkjarfélagarnir voru farnir að tala um bjór og ekki leið að löngu að einn opnaði töskuna sína og sýndi fjársjóðinn sinn, kippu af bjór!! - og bauð þeim uppá sem vildu. Ég afþakkaði pent og hélt heim á leið til þess að geta lært meira, því ekki var það hægt í skólanum, ég var semsagt partypúbberinn!! Er sjaldan í því hlutverki:) Annars ætla ég að fara og gleðjast þeð krökkunum á eftir því í dag/kvöld/nótt er hinn alræmdi Elefantbar í skólanum, þar sem bara er hægt að kaupa Elefant bjór sem er hvað, 7,5% held ég. Það velta allir út af þessum bar, svaka stuð. Í fyrra þurfti að kalla á tvo sjúkrabíla því tveir einstaklingar voru það dauðir að það var varla lífsmark......Best að koma sér að verki þá!!

miðvikudagur, október 09, 2002

Myndin var svosem ágæt, en Jodie Foster leikur alltaf einhverja sækóa, stuð!! Það er orðið kalt hérna, sérstaklega á kvöldin. Skítakuldi. Ég ætla annars að reyna að gera eitthvað að viti í kvöld þar sem ég á að hitta kennarann minn á morgun, hitti hann svo ekkert aftur fyrr en á mellemkritikinni(milli skil á verkefni). Gott að hafa þá á hreinu hvar maður stendur, aðeins betra:) Langar samt svolítið að horfa á breska Temptation Island, samt glatað lið sem er í þættinum - samt einhvernveginn verður maður að horfa á þetta. Bara svona smá hughrif.......

þriðjudagur, október 08, 2002

Komin úr spinning, svaka puð en gott eftirá!! Samt kannski ekkert svakalega gáfað að fá sér hamborgara beint á eftir, but like it matters!!!:) Er að fara að horfa á panic room. Ég vona bara það besta, mér finnst Jodie Foster svo pirrandi, sérstaklega eftir að ég sá Nell. Fannst einhverjum hún góð???

mánudagur, október 07, 2002

það eru einhver draugahljóð í gangi hérna, kannski eru þetta bara nágrannarnir!! annars er ég hálf einbeitningarlaus hérna, á að vera að vinna mikið núna:) Bjössi er hja Ash og þeir eru að horfa á Rat race og borða snakk og .....af hverju vorkennir maður alltaf sjálfum sér þegar maður á að vera að gera eitthvað af viti!! áfram Herborg!!!

Ok, eg viðurkenni að þetta er stolið úr bloggi hjá Diljá frænku minni, en ákvað að leyfa ykkur að njóta þess líka að hlæja af þessu, ekkert smá góður!!!!:

"Flottasti og jafnframt allra styttsti plötudómur sem ég hef séð var í Fókus fyrir svona ári síðan og er það Dr. Gunni sem á heiðurinn af þessari snilld. En það var e-r trúbador frá Patró eða e-ð sem var að gefa út plötuna "ER EITTHVAÐ AÐ"?
Gangrýnin var: JÁ!!

hahahahhaha segjir okkur allt sem segja þarf...."

endaði með rólegu föstudagskvöldi og hörkupartý hjá stúdentafélaginu á laugardaginn, leiðinlegt fyrir þá sem misstu af því. annars var ég að fá skólaskirteinið mitt í hendurnar og það er lítið skárra en hannibalskírteinið, þessi ljósmyndari var ekki alveg að meika það. allir nemendur skólans virðast vera bláir!! annars er ég mjög upptekin í skólanum núna, ég læt heyra frá mér seinna. þangað til þá......skemmtið ykkur!!!!:)

föstudagur, október 04, 2002

Strax kominn føstudagur aftur, erfitt líf!! Ég er thessa stundina mikid ad velta fyrir mer hvort eg eigi ad fara i Bodycombat(berja, kyla sla) eftir skola eda bara hreinlega beint a skolabarinn sem byrjar stundvislega klukkan thrju. Thetta er erfid akvørdun:) Hugsa ad eg velji frekar ad fara ad hreyfa mig thvi a morgun er party hja studentafelaginu i Arosum og kannski agætt ad spara sig adeins fyrir thad. Svo er skolinn lika adeins byrjadur ad pressa a mann thannig ad thad gæti vel verid ad madur eigi eftir ad vera eitthvad i skolanum um helgina.
Thad lidur ad vetarfriinu og thad litur ut fyrir ad enginn ætli ad koma ad heimsækja okkur. Vid erum løngu buin ad sja thad ad vid eigum enga vini. Thad er alltaf einhver i heimsokn hja øllum nema okkur:(

miðvikudagur, október 02, 2002

jæja, ég er búin að vera að reyna að setja linka inn á síðunni mína í alltof langan tíma og það er ekki að virka! öll ráð vel þegin:)

Mætti eiturhress í skólann í morgun, jafn fersk og venjulega:) Nema hvað að skyndilega er okkur sagt að við eigum að fara í myndatöku fyrir ný skólaskírteini, góður fyrirvari. Þetta getur þó allavega ekki orðið verra en Hannibal-skólaskírteinið mitt, það vekur alltaf mikla lukku. Ég held að ég haldi samt áfram að nota það, alltaf jafn gaman að sjá svipinn á fólki þegar maður á að sýna skólaskírteinið til þess að fá afslátt í einhverri búð eða frítt inn á einhvern stað. Fólk veit ekki alveg hvernig það á að bregðast við myndinni af Herborgu Hannibal!!

þriðjudagur, október 01, 2002

ég er svooooo löt í dag að ég nenni ekki að skrifa neitt, læt þennan brandara sem Ásrún sendi mér duga:)

Eddi og Pétur voru saman að reyna að veiða einhverja rjúpu í jólamatinn, eða þannig. Þeir voru staddir hátt uppi á heiði þegar Pétur datt niður, að því er virtist alveg dauður. Hann andaði ekki og það sá bara í hvíturnar í augunum á honum. Eddi tók upp gemsann sinn, hringdi í neyðarlínuna og sagði óðamála "Halló, neyðarlínan? Ég held að hann Pétur vinur minn sé dáinn! Hvað á ég að gera?" Maðurinn á neyðarlínunni talaði rólega, eins og þeim er einum lagið og sagði "Svona nú, andaðu rólega í gegnum nefið og
við skulum athuga þetta. Það fyrsta sem við þurfum að gera er að gang úr skugga um það að hann vinur þinn sé raunverulega dáinn." "'Okei!" sagði Eddi. Síðan kom þögn í smá tíma og svo heyrðist byssuhvellur. Loks kom Eddi aftur í símann og sagði "Hvað svo?"