sunnudagur, mars 30, 2003

Ég er eitthvað orðin löt við að blogga, ég þarf að taka mig á;) Annars er helgin bara búin að vera fín. Við grillluðum á fös með Ragga, Árnýju og Ýrr og fórum svo í partý hjá stúdentafélaginu. Ég slapp við að vera dj í þetta skiptið, skipti að vísu einu sinni um disk. Var að vísu í dyrunum í hálftíma og rukkaði inn, stuð!!
Í gær röltum við í bænum í góða veðrinu og fórum til Kára í kökur þar sem hann átti afmæli. Í gærkvöldi fór ég svo til Signe í mat, heimagert pasta, eplapæ og læti.Voða huggulegt. Núna er ég bara að læra og svona. Veðrið er ekkert spes þannig að það er ekkert sem tosar mann út, sem er ágætt svona inn á milli.....

þriðjudagur, mars 25, 2003

jæja, þá er maður komin aftur til Danmerkur eftir stutt stopp heima. Tíminn var mest nýttur í faðmi fjölskyldunnar, sem var alveg frábært. Svo var auðvitað aðeins kíkt út á lífið, en það var bara í rólegri kantinum þar sem enginn tími átti að fara til spillis í of mikinn svefn eða hausverk:)
Veðurlega séð er ágætt að vera komin aftur, sólin skín og bara peysuveður. Fínt það. Ég ætla að skella mér í ræktina, maður borðar alltaf jafn mikið þegar maður er heima þannig að það á að ná því af í spinning á eftir. Svo á bara að vera dugleg í skólanum núna, ekki eins og það sé mikill tími eftir á þessari önn.....

mánudagur, mars 17, 2003

skrifaði þvílíkan pistil hérna í gær, en þegar ég ætlaði að "publisha" það þá kom einhver error.....:( fjallaði mest um veðrið, hvað það er orðið gott hérna og að af einhverjum undarlegum ástæðum langaði mig út í körfubolta.......hehehe
dagurinn í dag búin að vera frekar venjulegur. skóli, kvöldmatur, sjónvarp....ennþá sama góða veðrið hérna, sátum meira að segja úti aðeins í dag í skólanum að læra:) best að drífa sig í háttinn, stefnan er tekin í ræktina í fyrramálið áður en ég fer í skólann...

föstudagur, mars 14, 2003

var í mellemkritik í gær og það gekk voða vel. Bauð hópnum mínum í mat um kvöldið, þar sem ég sló náttúrulega í gegn í eldhúsinu.......eldaði semsagt pepperoni-lasagna og hafði salat og hvítlauksbrauð með. Á eftir var svo súkkulaðimúss, alveg eðal:) Þau fóru svo eitthvað rétt eftir miðnætti, og ótrúlegt en satt þá töluðum við bara ekkert um skólann, verkefið eða neitt. Það gerist sjaldan þegar arkitektanemar hittast, þannig að þetta var skemmtileg tilbreyting.
Núna skín sólin úti, alveg frábært veður. Sennilega eitthvað um 10 gráður. Er að spá í að rölta niður í bæ, jafnvel að láta skera neðan af hárinu mínu, enda er það orðið illa úrvaxið og ljótt. Í kvöld á bara að fara í bíó............

þriðjudagur, mars 11, 2003

tékkið á thessu !! Þetta er tillagan sem ég og Arnar sendum inn í sendiherrabústaðssamkeppnina!!
P.s. ég gæfi allt fyrir bingókúlur núna!

sunnudagur, mars 09, 2003

var að henda inn myndum....

Jæja, það er ekki hægt að segja annað en að við slógum í gegn í gær í búningunum okkar, samt var fólk svona frekar hneykslað á okkur held ég...... Við fórum semsagt sem John Bobbit og konan hans. Bjössi var semsagt í náttfötum með tómatssósu í klofinu og ég í náttkjól sem var allur úti í blóði(tómatssósu), með hníf og bjúgu í glasi.......hehehehe!! Sækooos!!!
Það var misjafnt hversu mikið fólk lagði upp úr að vera fyndið. Margir fóru auðveldu leiðina og voru kúrekar, en í partýinu var líka að finna Matrix parið, klæðskipting, smið, mús, kött og fleira. Þetta var rosa gaman, ég hendi kannski inn einhverjum myndum.....

föstudagur, mars 07, 2003

Til hamingju með daginn Kristín!!!:) Hafðu það gott í dag og borðaðu yfir þig af góðgæti....

miðvikudagur, mars 05, 2003

Það var rosa gaman hjá okkur um helgina, þar sem hver mínúta var nýtt og varla týmt að sofa. Við fórum á skólabarinn, út að borða, á Den sidste, í búðir, á kaffihús, gláptum á Friends og fleira. Í stuttu máli sagt: bara gaman!!!
Ég set inn myndir fljotlega.
Annars er allt gott að frétta, nóg að gera í skólanum og svona. Skil á mánudag þannig að maður þarf eitthvað að fara í skólann um helgina. Annars erum við að fara í grímupartý til Signe á laugardaginn, þar sem kötturinn verður sleginn úr tunnunni og alles. Það verður ábyggilega fyndið......